Guðbjörn Guðbjörnsson skrifaði eftirfarandi hugleiðingu á Facebook eftir Kastljós kvöldsins:
Umfjöllunin í Kastljósinu í gær og í kvöld um tálmun á umgengni var mjög fín, þótt kveða hefði mátt skýrar að orði, að hér er yfirleitt um alvarlegt ofbeldi kvenna gagnvart körlum og börnum að ræða. Konurnar þrjár ræddu þessi mál af skynsemi, þekkingu, yfirvegun og mikilli innlifun. Í gær var talað við barn, sem varð fórnarlamb þess hræðilega ofbeldis að vera sviptur umgengi við annað foreldri sitt.
Afleiðingar þessa ofbeldis komu mjög skýrt fram.
Einkennilegt verður að teljast að enginn karlmaður hafi verið til frásagnar í þessu efni, því þeir eru auðvitað fórnarlömbin í 99% tilfella. Það hefði eitthvað gengið á í samfélagsmiðlum, ef að þrír miðaldra, hvítir karlmenn hefðu setið í Kastljósinu og rætt saman um heimilisofbeldi eða nauðganir, sem í flestum tilfellum beinast jú að konum. Málið er mér skylt, því sjálfur er ég fráskilinn eins og svo margir Íslendingar.
Í byrjun var hart deilt um forræði barnanna. Segja má að ég hafi verið heppinn með fyrrverandi eiginkonu, því það var einmitt hún sem barðist fyrir því á endanum, að við værum með sameiginlegt forræði. Lögfræðingar okkar voru mjög ólíkir. Valborg Snævarr var minn lögfræðingur og var hún sátta- og lausnamiðuð og las yfir okkur hjónum, að best væri fyrir börnin ef við gætum sæst á sameiginlegt forræði.
Lögfræðingur minnar fyrrverandi eiginkonu var algjör bestía og einkennilegt til þess að hugsa að hún er nú stöðu embættismanns, þar sem hún á degi hverjum á við er að eiga við hjónaskilnaði og forræðisdeilur.
Fyrir 17-18 árum var málum þannig háttað að ef konan gerði kröfu um fullt forræði, fékk hún það undantekningalaust í gegn, nema að konan væri dópisti og hefði misnotað börn sín og beitt mann sinn ofbeldi.
Hefur þetta eitthvað breyst, ég hugsa ekki.