Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Harpa Einars missti fyrirtæki í hendur fjárfesta og leitar nú til almennings

$
0
0

Harpa Einarsdóttir skrifar:

Eftir að hafa unnið hörðum höndum við að byggja upp Ziska í 6 ár varð mér á að missa fyrirtækið í hendur fjárfesta árið 2014. Ég hef ekki náð samningum um að fá fyrirtækið aftur í mínar hendur. Síðastliðin tvö ár hef ég því unnið að því koma aftur undir mig fótunum með nýtt vörumerki með nýjum áherslum, án utanaðkomandi aðstoðar. Nú leita ég til almennings með aðstoð Karolinafund svo að þetta megi allt verða að veruleika.

MYRKA ICELAND

Screen Shot 2016-05-02 at 17.42.37Myrka Iceland er nýtt afar spennandi vörumerki sem er innblásið af íslenskri arfleifð, náttúru og sögu, og er nú hönnun af fyrstu alvöru línunni tilbúin og er hún innblásin af fornum íslenskum draugasögum. Heimasíðan er í vinnslu og önnur undirbúnings vinna vel á veg komin. Mér hefur verið boðið að sýna á afar spennandi sýningu á Cannes kvikmyndahátíðinni og þarf ég ég því að hafa hraðar hendur við framleiðslu á frumgerðum línunnar sem og öllu markaðs- og kynningarefni, en um það snýst verkefnið í hnotskurn. Einnig stendur til að halda glæsilegt „Pre-sale“ kokteil boð í kringum sumarsólstöður til að kynna afrakstur verkefnisins og skála við ykkur á þessum mjög svo spennandi tímamótum.

Hugmyndafræðin á bakvið MYRKA byggir á því að hægt sé að lifa og starfa af meðvitund og virðingu við umhverfi okkar og náttúru. Myrka stefnir á verða lífsstíls merki sem vefur saman vistvæna framleiðslu, samtvinnar íslenskt handverk í norrænu samstarfi sem leiðir til einstakrar vöru sem kemur á framfæri íslenskri þekkingu, náttúru og menningar arfleifð.

Takmarkið er að í náinni framtíð muni Myrka ekki aðeins framleiða fatnað og fylgihluti, Myrka verður heill heimur útaf fyrir sig og stefnan er að einnig munum við reka fjölmiðil sem fræðir og eflir vitund neytandans um þróun og nýjungar í vistvænum lifnaði og framleiðslu.

c205b9e0cfb6c7ef58f077aba11ae03a

Nýnæmi Myrka felst fyrst og fremst í því að ákveðinn hluti línunnar verður ávallt framleiddur í afar litlu upplagi, en hver flík verði einstök eins og málverk sem aðeins örfá eintök er til af, þá verða þessar sérstöku flíkur merktar eða númeraðar og getur neytandinn þá flett upp sinni vöru á heimasíðu okkar og skoðað þar framleiðsluferlið og kynnt sér innblásturinn og hugmyndafræðina á bak við hönnunina og jafnvel séð myndskeið af hönnuðinum við vinnu sína. Þetta eykur verðmætagildi og persónulega tengingu við flíkina til muna. Það gefur augaleið að slíkar flíkur verða ekki fjöldaframleiddar, og þess vegna verða þær verðmætari og stemma stigu við þá alvarlegu þróun sem fata og textíl iðnaðurinn er kominn í. Stefnan er að notast við nýstárlegar aðferðir til að ná fram áferð og mynstri á þennan hluta línunnar, eins og veðrun af náttúrunnar höndum, jurtalitun og endurunnið hráefni.

afb639ce2a20810645b4bd6c1888c01e

Hugmyndafræðin er að nálgast fatnaðinn eins og myndlist sem þú fjárfestir í, verðmæti sem þú heldur upp á en ekki einnota afurð sem endar í landfyllingu.

Myrka vill ögra „norminu“ og fá fólk til að hugsa öðruvísi um fatnað. Áhersla er á flæði, og frelsi í sköpun fatnaðarins þó innan ákveðins ramma. Flíkin á að gefa þér orku og þér á að finnast þú vera einstakur klæddur í listaverk sem engin annar á, og um leið að styðja við vistvæna og siðferðislega rétt framleidda vöru.

Ég fagna því að hafa ekki misst kjarkinn til að halda lestinni gangandi eftir að hafa heltst úr henni, og með tilhlökkun og reynslunni ríkari held ég ótrauð áfram, reynslunni ríkari í trausti þess að ég fái stuðning ykkar til að geta haldið áfram að vinna við það sem ég hef ástríðu fyrir!

Með einlægni og hógværð vonast ég til að Myrka muni renna líkt og hraun úr miðju jarðar og verða á leiðinni að heildstæðu lífstílsmerki sem vex og dafnar á sínum hraða með virðingu fyrir náttúru okkar og menningu.

Verkefnið má styrkja hér.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283