Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Clinton hjólar í Trump

$
0
0

Hillary Clinton sem berst fyrir tilnefningu Demókrataflokksins birti í gær afar harkalegar auglýsingar sem beint er gegn Donald Trump. Clinton notar hins vegar ekki eigin orð til þess að rífa í Trump heldur klippir saman ummæli flokksfélaga hans í Repúblikanaflokknum. Mikil hefð er fyrir því sem kallað eru neikvæðar auglýsingar í Bandaríkunum. Nýjasta útspil Clinton verður þó að teljast ansi harkalegt.


Donald Trump hefur í raun sigrað forkosningar Repúblikana og verður því forsetaframbjóðandi flokksins. Í kjölfarið hefur Reince Priebus, formaður Repúblicanaflokksins, lýst Trump næsta forsetaefni flokksins. Formlega hefur yfirlýsing Priebus ekki bindandi stöðu en enga síður er um að ræða ígildi staðfestingar. Allar líkur eru því á að þau Hillary Clinton og Donald Trump bítist á um forsetaembættið.

Hjá Demókrataflokknum stendur valið einna helst milli Bernie Sanders og Hillary Clinton. Ólíklegt er þó að Sanders fari með sigur og hljóti útnefningu flokksins. Hillary er því talin sigurstranglegust.

Forsetakosningarnar eru settar áttunda nóvember. Formleg skipan frambjóðanda demókrata fer fram á þingi flokksins 25. til 28. júlí en hjá repúblikönum fer hún fram 18. til 21. júlí. Miðað við stöðu mála í dag er talið ólíklegt að repúblikanar sigri forsetakosningarnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283