Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Opið bréf til Sigrúnar Magnúsdóttur

$
0
0

Hæstvirtur Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir.

Á félagsfundi í Veiðifélagi Mývatns 4. maí 2016 komu fram þungar áhyggjur félagsmanna af ástandinu í lífríki Mývatns og Laxár. Mörg alvarleg teikn eru á lofti. Félagsmenn heita á æðstu yfirvöld umhverfis-, atvinnu-, ferða- og fjármála í landinu að beita sér fyrir því að rannsóknir á svæðinu verði efldar og gripið til aðgerða sem að gagni koma.

Mývatn og Laxá eru þjóðargersemar sem ríkið hefur skuldbundið sig til að vernda. Ljóst er að umfang verkefnisins er 400 manna samfélagi algerlega ofviða og því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin bregðist hratt við að aðstoði við þetta mikilvæga mál.

Ályktun má lesa hér Veiðifélag Mývatns


Helgi Héðinsson Formaður Veiðifélags Mývatns


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283