Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Staða VMA grafalvarleg

$
0
0

Kennarafélag Menntaskólans á Tröllaskaga hefur sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings kollegum sínum í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fjármál skólans eru í alvarlegri stöðu eftir áralangt fjársvelti. Í samtali við DV í apríl síðastliðnum sagði Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, að krafan um að uppsafnaður halli síðustu tveggja ára verði endurgreiddur ríkissjóði setji skólann í fordæmalausa stöðu.

Í síðustu viku sendi Kennarafélag VMA frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð. „Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni. Fjárveitingum hefur að mestu verið varið í samningsbundnar greiðslur, s.s. laun, en kennslubúnaður og vinnuaðstæður nemenda og kennara setið á hakanum. Afleiðingin er sú að fjölmörg tæki sem notuð eru til verklegrar kennslu eru úrelt, tölvur skólans eru á síðasta snúningi og svo mætti lengi telja.“

Kennarafélag Menntaskólans á Tröllaskaga hefur eins og áður segir lýst stuðningi við kollega sína í VMA. Verkmennaskólann á Akureyri. Ályktunina má lesa hér:

„Kennarafélag Menntaskólans á Tröllaskaga lýsir djúpri hryggð yfir því ástandi sem Kennarafélag Verkmenntaskólans á Akureyri segir ríkja í fjármálum þess skóla. Hann er í formlegu samstarfi við MTR ásamt MA og framhaldsskólunum á Laugum og Húsavík. Kennarafélag VMA segir að skólinn hafi búið við fjársvelti frá hruni, fjölmörg tæki til verklegrar kennslu séu úrelt, tölvur á síðasta snúningi og þar fram eftir götum. Svo sé komið að skólinn fái ekki lengur rekstrarfé frá fjármálaráðuneyti og sé nánast gjaldþrota.

Ljóst má vera að vinnuaðstæður kennara við VMA, eins og þeir lýsa þeim, eru algerlega óboðlegar. Ekki getur farið hjá því að ástandið bitni með alvarlegum hætti á námi nemendanna og allri þjónustu við þá. Kennarafélag MTR hvetur þingmenn og ráðherra, einkum fjár- og menntamála til að skoða málið í þessu ljósi og finna á því lausn sem tryggi nemendum góðar aðstæður til fjölbreytts náms og kennurum og öðrum starfsmönnum boðlega vinnuaðstöðu.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283