Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Gallup mælir stemmingu fyrir pírata í forsætisráðherrastól

$
0
0

Gallup vinnur nú mælingu á viðhorfi til tveggja pírata í stól forsætisráðherra. Spurt er um afstöðu fólks til þingmannanna Birgittu Jónsdóttur í forsætisráðherrastól sem og Helga Hrafns Gunnarssonar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Kvennablaðið hefur aflað er mælingin ekki framkvæmd fyrir Pírataflokkinn.

„Við erum bundin trúnaði og getum ekki gefið upp hvort eða fyrir hverja við vinnum,“ sagði Guðni Hrafn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Gallu er Kvennablaðið leitaði til fyrirtækisins. Jafnvel í tilvikum þar sem Gallup vinnur rannsóknir af eigin frumkvæði er slíkt ekki gefið upp spyrjist fjölmiðlar fyrir.

Píratar hafa frá því í apríl árið 2015 mælst sem stærsti flokkur landsins. Mælingar Gallup sýna að flokkurinn hefur mælst með 30% – 35% fylgi síðastliðið árið. Gangi það eftir er ekki ólíklegt að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283