Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Blíðskaparveðri spáð um land allt – Margt má gera

$
0
0

Veðurstofan spáir blíðskaparveðri um land allt næstu daga svo það er um að gera að nýta dagana í að gera eitthvað skemmtilegt. Veðurstofan lofar allt að 20 stiga hita – Kvennablaðið mun sjá til þess að þeir standi við þá spá.

Svona lítur spáin út samkvæmt vef Veðurstofunnar– betra getur það ekki orðið:

„Á föstudag:
Hægviðri eða hafgola og víða léttskýjað, en líkur á þokulofti við sjávarsíðuna. Hiti 14 til 21 stig, en svalara í þokunni.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt og bjart veður, en sums staðar þokuloft við ströndina og stöku síðdegisskúrir inn til landsins. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu norðaustantil á landinu og með norðurströndinni og líkur á dálítilli vætu, hiti 7 til 14 stig. Bjartviðri sunnan og vestanlands og hiti að 20 stigum.

Á mánudag:
Austlæg átt 3-10 m/s. Skýjað og lítilsháttar væta austanlands og með suðurströndinni, en þurrt annars staðar. Hiti frá 6 stigum austast, upp í 16 stig í uppsveitum suðvestantil.“

Auglýsing

Ýmislegt má gera sér til skemmtunar í góða veðrinu, hvernig væri að skoða einhverja nýja staði og nýta gleðistundartilboðin?

Kvennablaðið mælir með Veitingarstaðnum CooCoo‘s Nest út á Granda sem býður upp á ítalskan happy hour eða apperativo eins og það kallast á frummálinu. Hamingjan virkar þannig að ef þú pantar þér drykk  milli 17 og 19 færð þú frían smárétt að vali kokksins úr eldhúsinu með. Smáréttirnir geta verið allt milli himins og jarðar svo sem súrdeigsbrúscetta, súpa, taco eða salat.

surdeigsbruchetta

Maturinn er allur einstaklega ferskur og flottur en staðurinn bakar besta súrdeigsbrauð landsins. Einnig er hægt að velja um happy-hour án smárétta en þá er 200 kr afsláttur af öllum áfengum drykkjum. Við mælum með að þú prufir Apperol Spritz kokteilinn þeirra. Hér er hlekkur á marga aðra spennandi staði sem bjóða upp á gleðistundartilboð.

apperol spritz

Apperol Spritz

Róta í mold – og rækta eitthvað ætt

Hvernig væri að koma sér upp litlum kryddjurta- eða matjurtagarði á svölunum eða í garðinum? Ekki láta hugfallast þótt þú hafir ekki sáð fyrir plöntunum snemma í vor.

salat

Við fórum í Bauhaus Garðaland um daginn og þar eru til æðislegar jarðarberjaplöntur og kryddplöntur, miklu flottari og stærri en við höfum séð annarsstaðar. Skelltu þér á nokkrar plöntur og settu þær saman í stóran pott og njóttu fersks krydds í allt sumar.

Container-vegetable-garden

Svo má búa til ferskt kryddjurtapestó en uppskriftina finnurðu hér.

Auglýsing

Veiðiferð með fjölskyldunni

IMG_0275

Auðvelt er að skella sér í veiði með börnin án þess að kosta miklu til t.d í Elliðavatni, Reynisvatni, Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði, svo er það Vífilsstaðavatn og auðvitað Kleifarvatn. Upplýsingar um skemmtilega veiðistaði fyrir fjölskylduna nálægt borginni og um allt land er að finna hér.

Listakonur á Listahátíð

Ýmislegt er um að vera á Listahátíð sem er senn að ljúka og t.d er þann 4. júní frumflutningur á Íslandi á fyrstu óperu Önnu Þorvalds­dóttur tónskálds, sem Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir. Á vef Listahátíðar segir:

Af vef Listahátíðar

Af vef Listahátíðar

„Áhorfendum er boðið í íhugult ferðalag um óræða veröld
í tíma og rúmi þar sem hugleiðingum um leit að uppruna
og tengingu við rætur sjálfsins er velt upp. Dreymandi og næmur hljóðheimur Önnu Þorvaldsdóttur skapar tregafulla passíu, þar sem undirtónninn einkennist af brothættri nánd, yfirþyrmandi þrá eftir sannleika og von um endurheimt jafnvægi. Í leikstjórn sinni hefur Þorleifur Örn Arnarsson hugmyndina um hið síleitandi mannkyn að leiðarljósi. Hann leyfir hinu skynræna og óhlutbundna myndmáli tónlistarinnar og frásagnarinnar að leiða flytjendurna í átt að flæðandi samruna skilningarvitanna.“

Af vef Listahátíðar

Af vef Listahátíðar

Þann 5. júní er síðan jasstónleikar hins þrefalda Grammy­verðlaunahafa og yfirburðatrommuleikara Terri Lyne Carrington eru lokaviðburður Listahátíðar. Með henni í för verður sjö manna djassband úrvalstónlistarmanna. Tónleikarnir eru með R&B­ívafi.

Græðum og grillum

Svo er um að gera að nota veðrið og grilla frá sér allt vit. Hér er fróðleikur um grillið og nokkrar góðar grilluppskriftir:

Auglýsing

grillið

f0953c9513ad5252e68a2e12453f712e-500x451
4 beinlausar kjúklingabringur 1 ½ tsk salt 1 tsk svartur pipar 2 matsk smátt skorið timían 4 hvítlauksrif marin í hvítlaukspressu 2 sítrónur 2 matsk ólífuolía og meira ef þurfa þykir  rifin basilikku-eða mintulauf að… LESA MEIRA
a68080d7ed3b0de80646bdf08ab1fa4e-500x451
Þessi eftirréttur er fullkominn eftir góða grillveislu. Grillið er heitt og því ekki úr vegi að bera fram grillaða sandköku með mascarpone og hindberjum…þetta er alveg sjúklega gott… LESA MEIRA
33563397818fadee67da7c822d523751-500x451
9f33e06897811b2c3d1ff7efc9635022-500x451
82eaa4e76e5ec0928856aa216090eefd-500x451

Sumarið er komið – Njótið helgarinnar!

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283