Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Gjaldeyrir.is ný þjónusta Arion banka kostar sitt

$
0
0

Ný þjónusta Arion banka gjaldeyrir.is fær falleinkun á ferðavefnum fararheill.is. Bankinn opnaði nýlega útibú á Leifstöð og ferðalöngum gefst nú kostur á að panta gjaldeyrinn fyrirfram og leysa hratt út fyrir flug. Samkvæmt athugun ferðavefsins er þjónustan slappur díll sem best er að forðast.


580 króna upphafsgjald er rukkað fyrir þá þjónustu að panta sjálfur gjaldeyrinn á netinu. „En það sem bankinn lætur alfarið hjá líða að benda á er sú gamalkunna staðreynd að það er miklu hærri álagning á gjaldeyri í Leifsstöð en í næsta útibúi bankans. Er þó þegar töluverð álagning fyrir á gjaldeyri hvers kyns hjá bönkunum almennt. Sú álagning leggst ofan á sex hundruð krónurnar fyrir þjónustuna,“ segir á Fararheill.

Á bandaríkjadal t.d. er álagningin tvær krónur og sautján aurar þegar úttekt síðunar er skrifuð.

„Það er ekki neitt hugsar þú kannski. Gefum okkur að þú ætlir að fata upp mannskapinn í ferðinni og viljir skipta hámarkinu 350 þúsund krónum í gjaldeyri. Ef þú gerir það í næsta útibúi Arionbanka þá færðu 2.785 dollara í vasann. Ef þú gerir það gegnum gjaldeyrir.is endar þú með 2.737 dollara í sama vasa mínus sex hundruð króna þóknunina fyrir sérþjónustu sérlega þjónustufulltrúans.“ Það kostar því sjö þúsund krónur að nýta sér spennandi og nýja þjónustu bankans.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283