Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hvað þurfti Öryrkjabandalagið mörg læk til að hitta ráðherra?

$
0
0

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur nú loks orðið við beiðni Ellen Calmon formanns Öryrkjabandalagsins um fund. ÖBÍ hefur ítrekað reynt að ná á ráðherra frá því í ágúst árið 2015.  Í maílok ákvað formaðurinn að leita til notenda samfélagsmiðla til að koma fundabeiðni til ráðherra enda hafði hann og starfsfólk hans hunsað fyrri beiðnir.

Það virkaði ekki aðeins heldur svínvirkaði eins og sjá má í stöðufærslu Ellenar um að ráðherra hafi talið það þjóna hag sínum að hitta þau.

13396723_10153374765825834_1880976160_o

Auglýsing

 

Eins og áður segir þá leitaði Ellen til Facebook í maí til að reyna að ná eyrum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra en hún hefur fyrir hönd bandalagsins, sem telur 41 aðildarfélög, ítrekað reynt að fá með honum fund eða síðan í águst 2015.

Ellen-Calmon,-formadur-OBI-a-frettamannafundi

Ellen skrifaði á Facebook:

„Formaður ÖBÍ (ég) hef ítrekað óskað eftir fundi með menntamálaráðherra frá því í ágúst í fyrra. Þá voru svörin:

„Beiðni þín er móttekin. Ég vil þó láta þig vita að næstu vikur hjá ráðherra eru alveg fullbókaðar“.

Þetta svar barst frá ritara ráðherra 21. ágúst 2015. Beiðnin hefur verið ítrekuð en engin svör hafa borist.

 

Auglýsing

 

Formaður ÖBÍ fer fyrir regnhlífasamtökum 41 aðildarfélags sem eru með um 29.000 félagsmenn eða um 9% þjóðarinnar.

Túlkaþjónusta sem heyrir undir ráðherrann skiptir aðildarfélögin miklu máli sem og menntun, tækifæri og stuðningur við fötluð börn og fatlað fólk í námi. Engin svör.

Mér finnst þetta algjörlega óþolandi staða! En sjáum til hvað Facebook gerir.“

 

Auglýsing


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283