Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Eitt lítið lettersbréf til frambjóðenda til embættis forseta Íslands

$
0
0

Komið þið sæl, þið indælu menn og konur sem hafið ákveðið að bjóða ykkur fram til embættis forseta Íslands þann 22. júní næstkomandi. Ég ætla að hafa þetta stutt en skorinort.

Nú, þegar styttist til kosninga er svo komið að ég get engu ykkar gefið atkvæði mitt enda hefur ekkert ykkar fært almennilega rök fyrir því hvers vegna ég ætti að kjósa ykkur.  

Enn sem komið er, er aðeins einn frambjóðandi sem hefur gefið það afdráttarlaust út hvernig hann hyggst beita valdi sínu sem forseti þjóðarinar og er það Sturla Jónsson. Samt vantar talsvert upp á hjá honum enn sem komið er því hann þarf að útskýra betur hvernig hann ætlar að vinna í þágu landsmanna.

Allir hinir hafa farið undan í flæmingi þegar kemur að stórum málum – eins og staðfestingu laga sem alþingi hefur samþykkt en koma sér illa fyrir almenning í landinu.  

Má sem dæmi nefna nýleg lög eins og greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu, einka(vina)væðingu heilbrigðis-og menntakerfis og ný lög um lána og styrkjafyrirkomulag LÍN.

Það er engum af frambjóðendum það til framdráttar að ætla bara að samþykkja og skrifa undir lagasetningar sem eru í raun níðingsverk gagnvart almenningi í landinu, jafnvel þó svo ekki sé farið í herferð að safna undirskriftum.

Forseti á að hafa frumvkæði að því að stöðva lagasetningar sem eru almenningi í óhag enda er það hans verkefni.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, en hamra kanski aðeins betur á ykkur þegar nær dregur kosningadegi.

Með vinsemd og virðingu, Jack H. Daníels.

P.S.
Ég ætla líka í lokin að biðja Davíð Oddsson að sleppa því að tjá sig, bæði núna og síðar því hann hefur ekkert vitrænt fram að færa.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283