Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Orlando: „Hryðjuverkjaárás“ gegn hinsegin samfélaginu

$
0
0

Uppfært: Lögregluembættið í Orlando segir nú um 50 látna

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur lýst verknaðinn hryðjuverk en árásamaðurinn gekk inn á skemmtistaðinn Pulse í Orlando, Florida, vopnaður sjálfvirkum skotvopnum og hóf skotárás á gesti staðarins. Yfirvöld vestra segja fimmtíu myrta. Tala særðra er á reiki en fyrr í dag var talað um 42 særða og tuttugu látna. Grunaður er Omar Mateen, 29 ára bandarískur ríkisborgari. Enn er óljóst hvort Omar var einn að verki við skipulagningu en lögreglan í Orlando hefur nú lýst því yfir að hættuástand sé liðið hjá.

 

BBC segir Mateen ekki hafa verið á lista bandarískra yfirvalda vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka. Hann hafi þó verið til rannsóknar vegna ótengdra glæpa.

 

Paul Brinkmann, blaðamaður Orlando Sentinel,  hefur eftir Terry DeCarlo, forstjóra LGBT Center Orlando að verknaðurinn sé árás á hinsegin samfélagið. „Þetta er óskiljanlegt,“ segir DeCarlo.

 

Skemmtistaðurinn Pulse setti tilkynningu á Facebook-síðuna sína klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Skilaboðin voru stutt og skýr: „Allir út af Pulse og hlaupið í burtu.“ Þá hafði árasamaðurinn farið inn á staðinn og hafið skothríð á gesti.   Skömmu síðar varaði lögreglan í Orlando fólk við því að fara nálgægt Pulse og svæðinu í kring. Um tíuleitið í morgun sendi lögreglan í Orlando frá sér tilkynningu um að árásamaðurinn væri talinn látinn. Á fréttafundi í kringum hádegi kom fram að einn lögreglumaður hefði særst við tilraunir til að frelsa gísla á Pulse. Aðgerðin varð til þess að árásamaðurinn var skotinn.

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu vegna árásinnarinnar sagði Barcak Obama  að hann fylgdist náið með málinu og hefði óskað þess að Alríkislögreglan héldi honum upplýstum. Þá bauð hann fram aðstoð Alríkislögreglunnar við rannsókn og eftirmála árásarinnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283