Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hatursglæpur gegn samkynhneigðum

$
0
0

Barabara Poma er einn af eigendum skemmtistaðarins Pulse í Orlando þar sem 50 manns voru myrtir á hrottalegan hátt af bandarískum manni síðustu nótt. Barbara opnaði staðinn Pulse árið 2001 í minningu bróður síns John sem lést úr alnæmi árið 1991.

Er nafnið Pulse eða Púlsinn vísun í hjartslátt John sem lifir áfram í minningu vina og ættingja. Pulse hefur verið vinsæll skemmtistaður samkynhneigðra frá því að staðurinn var opnaður.

Skemmtistaðurinn Pulse hefur orð á sér fyrir að að taka á móti fólki sem hafnað er af fjölskyldum sínum vegna kynhneigðar sinnar og taka þeim opnum örmum. Margir viðskiptavinir hafa lýst því að á Pulse hafi þeir eignast nýja fjölskyldu og vini.

Þessi hryllilegi atburður sem vitað er að framin var af sturluðum og hómófóbískum manni er hryllilegasti hatursglæpur gegn samkynhneigðum og hinsegin fólki í hinum vestræna heimi á vorum dögum. 50 eru látnir og annað eins er af slösuðum.

Faðir slátrarans í Orlando hefur sagt að sonurinn hafi haft illan bifur á samkynhneigðum og hafi brugðist illa við því þegar hann sá tvo karlmenn kyssast út á götu. Engum sögum fer af uppeldinu sem sonurinn hlaut. Slátrarinn á að hafa lýst stuðningi sínum við ISIS.

Á meðan glæpir sem þessir eiga sér stað er ljóst að mannréttindabarátta samkynhneigðra og hinsegin fólks á langt í land.

Hér má lesa samskipti móður við son sinn sem var að skemmta sér á Pulse í nótt sem leið. Skilaboðin segja meðal annars:

„Ég elska þig mamma. Hann heldur okkur. Ég er á baðherberginu. Ég mun deyja.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283