Mistök Facebook urðu til þess að íbúar Filippseyja sáu stríðsfána landsins endurtekið í fréttaveitu sinni á degi sjálfstæðis landsins. Fyrirtækið tók sig til og sendi notendum sínum í Filippseyjum kveðju í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins, 12 júní. Mistök urðu þó til þess að litum fánans, bláum og rauðum var víxlað – var rauði liturinn settur efst og blái liturinn neðst í kveðju Facebook í stað þess sem alla jafna á við – sem er að hafa litina, bláan efst og rauðan fyrir neðan.
Sú útgáfa fánans sem Facebook notaði er samkvæmt landslögum stríðsfáni landsins og er merking hans sú að Filippseyjar hafi lýst öðru ríki stríð á hendur. Fjallað er um málið í Philippine Star í gær. Þar segir að Facebook hafi fljótt beðið Filippseyinga afsökunar. Í yfirlýsingu frá Facebook segir að um mistök hafi verið að ræða og að þau hafi nú verið leiðrétt.