Gríman íslensku sviðslistaverðlaunin voru afhent í kvöld og fór verðlaunaafhendingin fram í Þjóðleikhúsinu. Kynnar voru leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.
Grímuna árið 2016 hlutu eftirfarandi:
Útvarpsleikrit ársins var Fylgsnið eftir Hávar Sigurjónsson í leikstjórn Hilmars Jónssonar.
Verðlaun fyrir leikmynd ársins fékk Ilmur Stefánsdóttir fyrir leikmynd sína í Njálu
Grímuverðlaun fyrir búninga ársins hlaut Sunneva Ása fyrir Njálu
Verðlaun fyrir lýsingu ársins hlaut Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Njálu
Verðlaun fyrir hljóðmynd ársins Valdimar Jóhannsson og Baldvin þór Jóhannsson fyrir Njálu
Sviðshreyfingar ársins voru verðlaunaðar og hlaut Erna Ómarsdóttir Grímuna að þessu sinni.

Ljósmynd úr sýningunni Flóð
Sprota ársins eða frumkvöðlaverðlaun Grímunnar hlutu Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors fyrir sýninguna Flóð.

Ljósmynd úr sýningunni Vera og vatnið sem sýnd var í Tjarnarbíói
Verðlaun fyrir barnasýningu ársins hlaut sýningin Vera og vatnið í sviðsetningu Bí bí og blaka hópsins.

Jóhann Hjörtur er fjórði frá vinstri. Ljósmynd Borgarleikhúsið
Grímuna fyrir leikara ársins í aukahlutverki hlaut Hjörtur Jóhann Jóhannsson fyrir hlutverk sitt í Njálu.

Kristín Þóra Haraldsdóttir í hlutverki sínu í Auglýsingu ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson. Hér á mynd eru einnig meðleikendur hennar Theodór Júlíusson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Krístín Þóra Haraldsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Auglýsingu ársins.

Plaggat fyrir sýninguna Njálu
Grímuna fyrir tónlist ársins hlutu Árni Heiðar Karlsson og Valdimar Jóhannsson fyrir tónlist þeirra í Njálu sýningu Borgarleikhússins.

Elmar ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur sem einnig var tilnefnd til Grímuverðlauna
Söngvari ársins árið 2016 er Elmar Gilbertsson fyrir hlutverk sitt í óperunni Don Giovanni.

Hilmir Snær Guðnason
Leikari ársins í aðalhlutverki árið 2016 er Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í sýningunni Hver er hræddur við Virginíu Woolf.

Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll.
Leikkona ársins í aðalhlutverki árið 2016 er Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir hlutverk sitt í Njálu.

Aðalheiður Halldórsdóttir /Ljósmynd Jónatan Grétarsdóttir
Dansari ársins ársins 2016 er Aðalheiður Halldórsdóttir.

Ljósmynd úr sýningunni The Valley /Tjarnarbíó
Danshöfundar ársins árið 2016 eru Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir fyrir sýningu sína The Valley.
Leikrit ársins árið 2016 er Njála sýning Borgarleikhússins og íslenska dansflokksins. Leikverk eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarson.
Leikstjóri ársins árið 2016 er Þorleifur Örn Arnarsson fyrir sýninguna Njálu.
Heiðursverðlaunahafi Grímunnar árið 2016 er Stefán Baldursson leikstjóri.

„Tökum alltaf afstöðu gegn kúgun“, sagði Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins þegar hún tók við verðlaunum fyrir sýningu ársins Njálu. Minntist hún voðaverkanna í Orlando í gær.
Sýning ársins er Njála. Borgarleikhúsið er ótvíræður sigurvegari ársins með 13 verðlaun alls þetta árið.