Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Landsliðið í dansi heldur til Austurríkis

$
0
0

Íslenski dansflokkurinn hélt til Austurríkis í gærnótt þar sem flokkurinn mun sýna dansverkið Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet á Sommerszene í Salzburg 24. júní og 25. júní.

Þess má vænta að dansflokkurinn finni sér stað meðal Austurríkismanna þar sem þau geta stutt íslenska landsliðið í fótbolta í baráttu sinni um að komast í 16 liða úrslit á EM 2016.

_DSC3544 minni

Það er alltaf ánægjulegt þegar Íslendingum vegnar vel á erlendri grundu, hvort sem það er í boltanum eða í listgreinum, en sýningar dansflokksins á Black Marrow hafa hlotið mikið lof erlendis og eru áframhaldandi sýningaferðir á dagskrá flokksins á komandi mánuðum.

Eftir sýningaferðina í Salzburg munu dansarar dansflokksins halda í sumarfrí en mæta svo galvösk til leiks í ágúst til að undirbúa komandi sýningarár. Dagskráin hjá Íslenska dansflokknum verður þéttskipuð á komandi ári þar sem dansflokkurinn mun t.a.m. halda áfram sýningum á Grímuverðlaunasýningunni NJÁLA í samstarfi við Borgarleikhúsið, taka upp hina geisivinsælu barnasýningu Óður og Flexa halda afmæli og frumsýna stórvirkið FÓRN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283