Hatursglæpir í Bretlandi hafa aukist um ríflega helming eftir að kosið var í atkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. Fór atkvæðagreiðslan á þá vegu að ríflega helmingur þeirra sem kusu völdu að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið.
Kosningaáróður útgöngusinna sem byggðist á hræðsluáróðri virðist hafa gefið útlendingaandúð og rasisma byr undir báða vængi og í gær fann pólska sendiráðið í London sig knúið til að gefa út tilkynningu vegna árása á fólk af pólskum uppruna. Um 850.000 Pólverjar búa á Bretlandseyjum.
Í lauslegri þýðingu segir í tilkynningunni:
„Við erum slegin og áhyggjufull vegna nýlegra atvika sem byggð eru á útlendingahatri og beinast að pólska samfélaginu og að öðrum einstaklingum sem eiga uppruna sinn að rekja til annara landa. Pólska sendiráðið er í sambandi við viðeigandi stofnanir og lögreglan rannsakar nú tvö skráð tilfelli í London og Cambridgeskíri.
Við þökkum auðsýndan stuðning og samstöðu sem pólska samfélaginu er sýnt af breskum almenningi og við hvetjum alla Pólverja sem verða fyrir slíkum árásum að tilkynna slíkt strax til yfirvalda.“
Polish Embassy statement following recent incidents of xenophobic abuse directed against #PolesinUK. pic.twitter.com/ndYVgk4yWj
— Polish Embassy UK (@PolishEmbassyUK) June 27, 2016
Margir Bretar eru að sjálfsögðu hrelldir yfir fréttum af auknum hatursglæpum í samfélaginu og hafa sýnt stuðning í verki á ýmsan hátt meðal annars með samstöðu við pólskar menningarstofnanir sem hafa orðið fyrir árásum götukrotara.
Londoners turn up with gifts at Polish centre vandalised with xenophobic graffiti https://t.co/fgFL07FOch pic.twitter.com/Y9RvbJsleU
— Evening Standard (@standardnews) June 28, 2016
Bæði Jeremy Corbin og David Cameron hafa fordæmt árásir á pólverja.
PM @David_Cameron and Labour leader @jeremycorbyn condemn xenophobic attacks on #PolesinUK: https://t.co/wh5Y1RPJuB pic.twitter.com/xj8naawNVa
— Polish Embassy UK (@PolishEmbassyUK) June 28, 2016
Pólverjar eru hvattir til að tilkynna um alla haturstilburði.
Amb @WitoldSobkow: We are in contact with #PolesinUK & UK authorities. Need to report all incidents to local police pic.twitter.com/mF0Jqo7dsn
— Polish Embassy UK (@PolishEmbassyUK) June 28, 2016
Myndband af átökum í strætó í Manchester birtist á vefnum fyrir stuttu. þar má sjá unga menn ráðast að öðrum manni sem einnig var farþegi.