Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hatursglæpir hafa aukist um 57% eftir BREXIT: Pólverjar verða fyrir barðinu á útlendingahatri

$
0
0

Hatursglæpir í Bretlandi hafa aukist um ríflega helming eftir að kosið var í atkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. Fór atkvæðagreiðslan á þá vegu að ríflega helmingur þeirra sem kusu völdu að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið.

Kosningaáróður útgöngusinna sem byggðist á hræðsluáróðri virðist hafa gefið útlendingaandúð og rasisma byr undir báða vængi og í gær fann pólska sendiráðið í London sig knúið til að gefa út tilkynningu vegna árása á fólk af pólskum uppruna. Um 850.000 Pólverjar búa á Bretlandseyjum.

Í lauslegri þýðingu segir í tilkynningunni:

„Við erum slegin og áhyggjufull vegna nýlegra atvika sem byggð eru á útlendingahatri og beinast að pólska samfélaginu og að öðrum einstaklingum sem eiga uppruna sinn að rekja til annara landa. Pólska sendiráðið er í sambandi við viðeigandi stofnanir og lögreglan rannsakar nú tvö skráð tilfelli í London og Cambridgeskíri.

Við þökkum auðsýndan stuðning og samstöðu sem pólska samfélaginu er sýnt af breskum almenningi og við hvetjum alla Pólverja sem verða fyrir slíkum árásum að tilkynna slíkt strax til yfirvalda.“

Margir Bretar eru að sjálfsögðu hrelldir yfir fréttum af auknum hatursglæpum í samfélaginu og hafa sýnt stuðning í verki á ýmsan hátt meðal annars með samstöðu við pólskar menningarstofnanir sem hafa orðið fyrir árásum götukrotara.

Bæði Jeremy Corbin og David Cameron hafa fordæmt árásir á pólverja.

Pólverjar eru hvattir til að tilkynna um alla haturstilburði.

 

Myndband af átökum í strætó í Manchester birtist á vefnum fyrir stuttu. þar má sjá unga menn ráðast að öðrum manni sem einnig var farþegi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283