Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Helgi Sig og Morgunblaðið láta ekki sitt eftir liggja í stríðinu gegn mannúð

$
0
0

Umdeildasti og ófyndnasti skopmyndateiknari landsins brást ekki væntingum lesenda Morgunblaðsins í morgun. Skopmynd dagsins frá Helga Sig gerir eins og svo oft áður lítið úr stöðu hælisleitenda. Á myndinni má sjá Laugarneskirkju með síkisskurð allt í kring og krókódílum þar á sundi. Innan úr kirkjunni má lesa ummæli um að þegar Íslendingar verði í minnihluta á landinu vegna fjölda innflytjenda geti þeir leitað griðar í kirkju.

 

Tilefnið skopmyndarinnar er aðgerð Útlendingastofnunar og Lögreglu í Laugarneskirkju fyrr í vikunni. Lögreglan dróg tvo unga hælisleitendur frá Írak út úr kirkjunni með valdi, handjárnaði 16 ára barn og sló mann í andlitið sem gerði tilraun til að benda lögregluþjónum á að drengurinn sem þeir væru að handjárna væri sextán ára. Útlendingastofnun hélt því fram að drengurinn væri ekki undir lögaldri og kom þeim upplýsingum til vallina fjölmiðla. Samkvæmt fölsuðu skilríkjum er drengurinn 19 ára. Það taldi Útlendingastofnun ekki mikilvægt að taka fram.

Sjá einnig: Mannúð bönnuð á Íslandi, Atli Þór Fanndal skrifar um atburði síðustu nætur og kallar eftir bandalagi trúfélaga, aðgerðarsinna, íþróttamanna, forsetaembættisins og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þágu mannúðar.

Nýlega vöktu Helgi Sig og Morgunblaðið gleði eftir að blásið var til til þjóðhátíðardagsins með enn einni ´skopmyndinni´ þar sem ýtt er undir hugmyndir um að Íslandi standi ógn af flóði innflytjenda og landamæra án gæslu. „Af hverju er verið að skipta Jóni út fyrir Ólaf Ragnar?“ spyr verktaki annan í skopmyndinni en báðir standa fyrir framan styttun af Jóni ´forseta´ Sigurðssyni á Austurvelli. Kranar eru að fjarlægja Jón en reysa Ólaf á stall. „Því hann vísaði útlendingafrumvarpinu til þjóðarinnar. Hún átt rétt á að ákveða hvort galopna ætti landamærin, hefta vald lögregunnar og rústa velferðarkerfið,“ svarar annar verktaki. Undir myndinni stendur svo: „Síðasta embættisverkið að bjarga lýðveldinu.“

 

Helgi Sig og Morgunblaðið virðast sannfærð um að hætta steðji að Íslandi og íslenskri menningu vegna gríðarlegrar ásóknar útlendinga á að koma hingað. Helgi Sig hefur oft vakið mikil viðbrögð fyrir furðulega þröngsýni, hræðsluáróður og undarlegt myndmál. Fyrst og fremst vekur það ítrekað athygli að Helgi Sig er með ófyndnari mönnum landsins. Nýjum útlendingalögum hefur almennt verið fagnað sem málamiðlun allra flokka á Alþingi. Ekkert bendir til þess að þau muni galopna landamærin, tæta niður velferðarkerfið né hefta vald lögreglu úr hófi. Stafi velferðarkerfinu hætta úr einhverjum ranni er það einmitt úr þeim sama og Morgunblaðið starfar fyrir. Auðmönnum sem berjast með kjafti og klóm gegn því að þurfa að greiða sanngjarnt gjald til samneyslunnar. Eignarhald í Morgunblaðinu er liður í þeirri baráttu. Þá eru aðeis nokkrir dagar síðan Útlendingastofnun birti nýlega tölur sem sýna að 80% umsókna hælisleitenda sem tekin eru til efnisumfjöllunar er hafnað. Aðeins sextíu prósent eru tekin til efnisumfjöllunar. Það er því margt líklegra fyrir hælisleitendur en að fá að setjast hér að. Þá hefur Ísland verið aðili að EES  síðan 1194 og  Schengen síðan 2001 án þess að Ísland hafi verið tætt og rifið niður af útlendingum.

 

10. júní 2016

10. júní 2016

Í Morgunblaðinu þann 10. júní mátti finna skopmynd eftir Helga Sig þar sem gefið er í skyn að múslimar séu um það bil að þurka út evrópska menningu. Þar fer Helgi Sig margtroðnar slóðir en skopmyndateiknarinn, Morgunblaðið og ritstjóri blaðsins Davíð Oddsson virðast hafa talsverðar áhyggjur af ‘menningastríði íslamista’ gegn vestrænni menningu. Af þeim sökum hefur blaðið haft tilhneigingu til að fjalla um meinta innflytjenda og múslimahættu af svipaðri áfergju og hið stórhættulega Evrópusamband sem og Icesave – sem var alls ekki Davíð Oddssyni ritstjóranum að kenna.

Lesendur fengu að sjá Línu Langsokk með eintak af bók Hege Storhaug, Þjóðarplágan íslam. Bakvið Línu standa konur klæddar búrku með hendi á öxl línu. Þá kallar Lína eftir því að „pabbi fari að koma heim af sjónum.“ Myndtextinn er svo: „Ögurstund lýðræðis og siðmenningar í Evrópu“


Þjóðarplágan íslam kom nýlega út á íslensku í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, fyrrverandi þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann hefur áður þýtt bók eftir Storhaug sem heitir, Dýrmætast er frelsið. Storhaug er tiltölulega þekkt í Noregi fyrir andúð sína á múslimum og innflytjendum. Sjálfur vakti Magnús Þór athygli fyrir nokkrum árum þegar hann lagðist gegn því að Akranessbær tæki á móti þrjátíu palestínskum flóttamönnum. Þá er mörgum enn í fersku minni þáttur Magnúsar Þórs í því að færa Frjálslynda flokkinn í átt að þjóðernispopúlisma.

Félagið Tjáningarfrelsið færði þingmönnum bókina Þjóðapláguna íslam að gjöf skömmu eftir útgáfu. Í bréfi til þingmanna með bókgjöfinni segir að greiðandinn óski nafnleysis.

„Einstaklingur sem ekki vill láta nafns síns getið keypti 63 bækur og fór þess á leit við okkur að þær yrðu afhentar öllum alþingismönnum að gjöf þar sem bókin ætti erindi til allra sem vilja ástunda upplýsta umræðu um helstu vandamál dagsins í dag.“

Nýlega réði útgáfufélagið Vefpressan, sem gefur meðal annars út Pressuna.is, Eyjuna.is og DV, Magnús Þór sem ritstjóra blaðsins Vesturland. Hann hafði þá nýlegið verið rekinn frá Skessuhorninu sem blaðamaður vegna ófaglegrar hegðunar á slysstað.

Auglýsing

Helgi Sig er líklega umdeildasti skopmyndateiknari landsins. Hann vekur ítrekað umtalsverða bræði fyrir sérstaka framsetningu í þjóðmálarýni sinni. Í myndasögum Helga Sig hefur Siv Friðleifsdóttir birst í formi vændiskonu, ESB er einskonar uppspretta hins illa og flóttamenn hafa verið málaðir sem ‘helferðartúristar’. Óvenjulegra er að Helgi Sig beini spjótum sínum að íhaldsmönnum með þeim hætti sem gert er í dag.

Bókin hefur þegar vakið nokkra athygli enda höfundur, þýðandi, efnistök og framsetning til þess fallið að vera umdeilt. Á kápu bókarinnar má þó finna nokkuð afdráttarlausa yfirlýsingu um gæði bókarinnar. „Með þessari bók hefur Hege Storhaug markað spor í norska bókmenntasögu. Flestir gagnrýndur og umræðustéttin munu þó reyna að þegja hana í hel eins og þau gera alltaf þegar síglidar bækur koma fyrst út,“ er haft eftir Ole Asbjorn Ness, hjá Finansavisen í Noregi. Finansavisen er norsk viðskiptablað í eigu Trygve Hegnar sem einnig á tímaritið Kapital. Finansavisen var stofnaður eftir að Hegnar seldi hlut sinn í norska stórblaðinu Dagens Næringsliv.

Debatt om Islam med Hege Storhaug, Kjetil Rolness, Linda Noor og Snorre Valen. Debattleder var Fredrik Solvang

Hege Storhaug

Storhaug er vægast sagt umdeild í Noregi og vekja skrif hennar alla jafna hörð viðbrögð. Þjóðaplágan Íslam er þar engin undantekning. Hege er í forsvari fyrir samtökin, Human Rights Service, samtök sem reglulega birta rasíks skrif í búningi rökræðu. Þar á meðal er pistill þar sem fjallað er um afríska innflytjendur sem greindarskerta og glæphneigða.

„Stofnunin Antirasistisk Senter í Noregi hefur sakað Human Rights Service um rasisma og í bók sinni, Anders Breivik and the Rise of Islamophobia, gagnrýnir mannfræðingurinn Sindre Bangstad bæði Storhaug og Human Rights Service harðlega fyrir að kynda undir tortryggni gagnvart múslimum,“ segir ínýlegri umfjöllun Stundarinnar en ítarlega er farið yfir feril Storhaug í greininni. þar kemur meðal annars fram að Storhaug sakaða Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs um ‘menningarsvik’ eftir heimsókn Solberg í mosku.

Auglýsing

Þá er vitnað til pistils Storhaug þar sem Mál og menning er sakað um ritskoðun vegna þess að bókin sé geymd bakvið afgreiðsluborð. „Tæp vika og Þjóðaplágan íslam er í öðru sæti íslenska metsölubókalista. Þá gerðist eftirfarandi:

Einn stærri bóksala Íslands geymir bókina í skúffu bakvið afgreiðsluborð búðarinanr. Spyrjist fólk fyrir um bókina áttar það sig fjótt á því að verð bókarinnar er gróflegt okur,“ skrifar Hege í pistli á vefnum Human Rights Service.

Þá greindi Stundin frá því nýlega að Þjóðaplágan íslam hafi einnig verið í felum í Eymundsson á Skólavörðustíg þar til nýlega. Hún rataði á íslenskan metsölulista í síðustu viku en fékk þó ekki að prýða metsölubókahillu búðarinnar.

Umfjöllun Íslands í dag um Helga Sig frá september 2015 má horfa á hér.

Myndefni birt með vísan til þess að það er hið eiginlega umfjöllunarefni greinarinnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283