Cecilia er 27 ára danskur matreiðslubókarhöfundur og bloggari sem heldur úti síðunni www.Copenhagencakes.com. Í dag póstaði Cecilia uppskrift að köku sem hún kallar, Áfram Ísland: Íslensk fánakaka. Þessi glæsilega fánaterta er alveg einstaklega falleg og uppskriftina má finna hér.
Takk Cecilia!
Cecelia er með Facebooksíðu hér.
Við hjá ritstjórn Kvennablaðsins gerum kröfur til þess að íslenskir bakarar láti ekki sitt eftir liggja og toppi þessi herlegheit, eigi síðar en í dag!
Á morgun er leikur Íslendinga á móti Frökkum í París. Danir hafa undanfarna daga gert sér agalega dælt við okkur vegna frammistöðu landsliðins okkar – með uppákomum af ýmsu tagi bæði á torgum og í háskólum landsins. En þessi kaka toppar allt!
Ef þið ráðist í að baka kökuna þá endilega sendið okkur myndir á kvennabladid@kvennabladid.is og eins ef þið eruð að matreiða eða baka eitthvað sérstakt í tilefni af leik morgundagsins!