Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

EM Múffukökur frá Snædísi Bergmann: Áfram Ísland

$
0
0

Snædís Bergmann  sem bloggar á vefnum lady.is sendi okkur mynd og uppskrift að þessum glæsilegu EM múffukökum. Við þökkum henni kærlega fyrir!

Snædís segir:

Snaedis-profile

„Ég var að prófa að nota í fyrsta skipti þrískiptan stút og kom það mjög skemmtilega út. Ég ákvað að sjálfsögðu að gera kremið í fánalitunum í tilefni EM þar sem strákarnir okkar eru að standa sig svo fáranlega vel og ég er ofur peppuð fyrir sunnudeginum! Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir einum fótboltaleik. “

ÁFRAM ÍSLAND!

MÚ-HUH-FFA | MEÐ SÍTRÓNU OG HVÍTU SÚKKULAÐI

 

Sítrónumöffins
250g hveiti
100g sykur
1 msk lyftiduft
1 msk sítrónubörkur
1/2 tsk salt
180 ml mjólk
80 ml olía
1 egg
100g hvitt súkkulaði

1. Blandið þurrefnum saman í skál.
2. Þeytið mjólk, olíu og egg.
3. Blandið þurrefnunum saman við og hrærið saman.
4. Blandið söxuðu hvítu súkkulaði saman við og hrærið.
5. Setjið deigið í 12 möffinsform og bakið við 200°C í 18 mínútur.

Sítrónu-rjómaostakrem
230g rjómaostur
70g smjör
safi úr einni sítrónu
börkur af einni sítrónu
1 tsk vanilludropar
500g flórsykur

1. Þeytið allt vel saman en bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
2. Sprautið á kökurnar þegar þær hafa kólnað.

**Stúturinn fæst í Allt í köku!**

ÁFRAM ÍSLAND


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283