Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Unaðsleg kjúklingabaka fyrir vini og fjölskyldu

$
0
0

Þegar kalt er í veðri er fátt sem er girnilegra en dásamleg kjúklingapottbaka.

Uppskriftin okkar nærir og kætir og hentar fullkomlega þegar við eldum handa vinum og fjölskyldu.  Raunar er kjúklingabakan svo góð að hún er tilvalin hvenær sem er.

Í þessa uppskrift notum við bökudeigsuppskriftina okkar. 

Fyllingin:

3 stórar kjúklingabringur, bein- og skinnlausar
3 mts ólífuolía
Gott salt
Fersk malaður pipar
5 bollar vatn
6 tsk kjúklingakraftur
150 gr smjör
2 bollar saxaður laukur
¾ bolli hveiti
2/3 bolli rjómi
3 bollar gulrætur, niðurskornar og léttsoðnar (sjá leiðbeiningar að neðan)
2 bollar grænar baunir frosnar
½ bolli fersk steinselja smátt skorin
1 egg þeytt með smávegis af vatni í skál

1 uppskrift af bökudeiginu okkar 

 

chris og tony hlid vid hlid

 

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður

Hreinsið og þurrkið kjúklingabringurnar. Takið frá og hendið fitu og sinum ef einhverjar eru. Setjið kjúklingabringurnar á bökunnarplötu og nuddið þær með ólífuolíu. Saltið og piprið ríkulega. Setjið í ofninn og bakið í um það bil 40-45 mínútur. Leyfið bringunum að hvílast í 10 mínútur að bakstri loknum. Skerið bringurnar í litla bita. (munnbitastærð)

Meðan bringurnar eldast er upplagt að eiga við gulræturnar. Setjið gulræturnar niðurskornar í pott með köldu vatni og látið fljóta vel yfir. Látið suðuna koma upp og sjóðið í tvær mínútur. Hellið vatninu af þeim og setjið undir eins og skál með ísvatni til að snöggljúka suðunni og koma í veg fyrir að gulræturnar verði linar.

Hitið vatnið og kjúklingakraftinn í potti, hrærið þar til krafturinn hefur samlagast vatninu fyllilega. Í eldföstum potti eða móti með loki bræðið smjörið og gyllið laukinn í um það bil 10-15 mín á miðlungshita eða allt þar til hann er fallega gullinn. Bætið hveitinu varlega við og hrærið saman við smjörið og laukinn í 2 mínútur.

Nú er komið að því að hella kjúklingakraftinum varlega saman við laukinn, smjörið og hveitiblönduna. Haldið öllu á lágum hita og látið malla stutta stund og hrærið stöðugt í. Sósan þykkist á augabragði og nú má salta og pipra eftir smekk og bæta rjómanum útí. Bætið við kjúklingnum, gulrótunum, baununum og steinseljunni og hrærið saman við sósuna og slökkvið undir.

Hækkið hitann á ofninum í 200 gráður.

Notið brusta til að setja í eggjahræruna og berið vel á ytri og innri kanta eldföstu formanna sem nota á. Þetta tryggir það að deigið festist vel við brúnir formanna. Þessi uppskrift passar fyrir eitt meðalstórt aflangt mót og fremur lítið ferkantað mót.
Setjið smávegis af hveiti á hreina borðplötu og skiprið deiginu í þrennt. 2/3 hlutar deigsins eru fyrir stóra formið og afgangurinn nægir á minna formið.

Fletjið deigið út eins og sjá má á myndbandinu okkar hér.

 

 

Gætið þess að deigið sé stærra en formið því endar deigsins þurfa að ná vel fyrir brúnirnar.

Hellið kjúklingafyllingunni varlega í formin og gætið þess að fylla þau ekki. Skiljið eftir um það bil 1 cm rými upp að kanti formsins.
Gætilega færið deigið upp á formið  eins og við sýnum í myndbandinu og skerið frá umfram deig en gætið þess að hafa um það bil 1 cm kant sem liggur yfir brúnir formsins. Pressið deiginu niður að brúnum formsins og gangið úr skukka um að allt sé vel þétt.

Burstið eggjahrærunni á yfirborð deigsins og notið hníf til að skera rifur í yfirborð deigsins. Setjið formin í miðjan ofn og bakið í einn og hálfan tíma eða þar til kjúklingapottbakan er full bökuð og fallega gullin.
Þessi uppskrift er yndislega bragðmikil og safarík og við bjóðum gjarnan upp á þurrt gott hvítvín með.

Við deyjum, vöknum aftur til lífs og deyjum öðru sinni í hvert sinn sem við eldum hana.

Þetta er hinn fullkomni réttur fyrir hjartað og magann. Njótið!

-Strákarnir frá Brooklyn


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283