Guðrún Snæfríður Gísladóttir skrifar:
Image may be NSFW.
Clik here to view.Fáa vissi ég barnbetri menn en Gunnar Eyjólfsson. Sat í kjöltu hanns löngum á holóttum vegum landsins, þar sem Þjóðleikhúsið fetaði sig áfram um allt land á leið sinni til áhorfenda, og pabbi keyrði svo allt var öruggt og ég ekkert bílhrædd. Við vorum mikið í leiknum „Að kveðast á“, þá fer einn með vísu og næsti verður að byrja strax á annarri sem byrjar á sama staf og sú siðasta endaði á. Og auðvitað vann ég alltaf.
Ég fékk að labba yfir sviðið úti á landsbyggðinni í englabúningi og leiddi annan engil sem endaði svo sem guðfræðiprófessor, og segið svo að búningar hafi ekki áhrif. Þetta var leikritið Andorra eftir Max Frisch og hefur haft áhrif á undirlífið í mér alla tíð síðan, enda ekki færri hér á landi rangfeðraðir en í smáríkinu Andorra.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Ég hvítta ég hvítta, sagði Krissa. En langar þig ekki að verða leikari, spurði hann, jú jú, svosem alveg eins. Gott, þá innrita ég þig bara strax í skólann Gunna mín, og þú mátt byrja þegar þú verður orðin tólf ára. Og þessu trúði ég langt yfir fermingaaldur.
Gunnar talaði við börn eins og alvöru manneskjur, tók eftir þeim, heilsaði, spurði að nafni og heilsaði með virktum. Og hann heilsaði líka starfi sínu með virktum alla tíð, bæði var og leit á sig sem listamann. Því af hverju í andskotanum ættum við annars að vera að þessu?
Sjaldnast vorum við sammála, en alltaf fjör að vinna. Því löngu löngu seinna fékk ég að leika á móti honum bæði óvini og vini, og meir að segja eiginkonu og það var nú ekki leiðinlegt, skal ég segja ykkur.
Ég vil þakka honum samveruna alla, og sendi stelpunum hans og barnabörnum og henni Gullu mínar þakklætiskveðjur as well.