Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Rómantíkin í Verona – Viltu gleðja ástina þína?

$
0
0

Allir þekkja ástarsöguna um Rómeó og Júlíu og þeir sem komið hafa til Veróna þekkja tenginguna við þetta frægasta par veraldarsögunnar. Flestir hafa farið að skoða vegginn góða þar sem elskendur undangenginna áratuga hafa skrifað nöfn ástvina sinna á vegginn. Einnig senda elskendur í ástarsorg bréf til Júlíu í stórum stíl og er þeim svarað með handskrifuðum bréfum frá skrifstofu sem sérhæfir sig í að svara fólki í ástarsorg.

bsl_5422

Vínin sem við ætlum að fjalla um í dag eru einmitt frá Veróna og kennd við Rómeó og Júlíu. Þetta eru sannkölluð vín elskendanna. Við erum í rómantísku gjafastuði og því ætlum við að gefa nokkrum lesendum vínflösku til að deila með elskunni sinni. Setjið endilega nafn ástvinar í athugasemdakerfið og hver veit nema að við getum glatt einmitt þig og ástina þína í nóvemberskammdeginu!

Apassimento vínin

Svokölluð apassimento vín hafa rutt sér til rúms á Íslandi undanfarin ár og Íslendingar virðast vel kunna að meta slík vín. Vínin eru gerð á svipaðan hátt og Amarone vínin vinsælu frá Valpolicella. Amarone vínin eru gerð úr hálfþurrkuðum þrúgum, Corvina, Rondinella og Molinara. Þessi vín eru því sæt, oft rík í áfengismagni og oftast miklir boltar. Ansi margir hafa séð sér leik á borði og reynt að stæla þessa víngerð og notaðar hálfþurrkaðar allskonar þrúgur í bland við venjulegar og þannig reynt að slá sér á brjóst en eð afar misjöfnum árangri.

Romeó og Júlía Passimento vínin frá Pasqua eru þó trú uppruna sínum og nota réttu þrúgurnar að einhverju leyti. Þau hafa enda fengið fína dóma og einkunnir út um allan heim.

1401

Famiglia Pasqua Romeo & Julia Passione Sentimento Bianco kr. 2.190

Þetta vín er gert 100% úr Garganeca þrúgunni þar sem þrúgunar eru látnar þurrkast í þar til gerðum bökkum í opnum skemmum í einn mánuð. Þannig missa þrúgurnar um 30% vökva og sykurinn situr eftir. Í nefi má finna sítrus ávexti, perur og hnetur. Í munni er það sætkennt en með afar góða sýru sem vinnur á móti sætunni. Epli, krydd og stikkilsber eru þarna líka og vínið er í góðu jafnvægi. Hentar vel með bragðmiklum fiskréttum og ljósu kjöti. Þetta hvítvín smellpassar með jólakalkúninum. Þolir vel kryddaðan asíkan mat. Þorri Hrings gaf vínunu 3,5 stjörnur og taldi vínið mjög góð kaup.

1402

Famiglia Pasqua Romeo & Julia Passione Sentimento Rosso kr. 2.290

Þetta mikla rauðvín er gert úr þrúgunum Corvina ( sem notað er í Amarone vínin ),Croatina og Merlot. Þrúgurnar eru þurrkaðar á sama hátt og í hvítvíninu og útkoman er ansi tilkomumikil. Í nefi má finna fullt af rauðum berjum, lakkrís og krydd. Í munni er það líka sætkennt en góð sýra hjálpar vinnur vel á móti því. Þurrkaðir ávextir, lakkrís og appesínubörkur koma upp í hugann ásamt plómum. Passar frábærlega með alls kyns kjöti, nautakjöti og villibráð. Smellpassar líka með bragðmiklum ostum. Það væri alveg tilvalið að prófa það með hamborgarhryggnum. Þetta er án efa eitt besta vín sinnar tegundar á Íslandi og á alveg frábæru verði. Þorri Hrings gaf því 4 stjörnur af 5 mögulegum!

bsl_3250

Þarna svífur rómantíkin yfir vötnum og ef þetta eru ekki réttu vínin fyrir brúðkaupið þá vitum við ekki hvað …

Munið að setja nafn ástvinar í athugasemdakerfið og hver veit nema að við getum glatt einmitt þig og ástina þína með dásamlega rómantískri flösku af eðalvíni!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283