Utanríkisráðuneytið auglýsir á vef Ríkiskaupa eftir samvinnuþýðum fjölmiðlum og jafnframt lögbrjótum til þess að fjalla um þróunarmál í eitt ár. Í fjölmiðlalögum segir:
: 42. gr. Kostun hljóð- og myndefnis.
Heimilt er fjölmiðlaveitu að afla kostunar við gerð og kaup hljóð- og myndmiðlunarefnis, svo framarlega sem kostandi hefur ekki áhrif á innihald, efnistök eða tímasetningu kostaðs efnis og raskar ekki ábyrgð og ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðlaveitunnar.
Óheimilt er að kosta fréttaútsendingar og fréttatengt efni.
Í ljósi fjölmiðlalaga má segja að auglýsing Utanríkisráðuneytisins sé í hæsta máta undarleg.