Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Tvö þúsund bíða fangelsisvistar vegna ógreiddra sekta

$
0
0

Um 2000 manns eru á boðunarlista lögreglu til fangelsisvistar vegna ógreiddra sekta samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins í dag. Flest tengjast málin umferðarlagabrotum.

Í Morgunblaðinu segir að fangelsisdómar vegna umferðarlagabrota séu 2- 6 dagar. Vitnað er til svars Fangelsismálastofnunar við fyrirspurn blaðsins þar sem kemur fram að árið 2014 hafi 27 einstaklingar afplánað fangelsisvist vegna ógreiddra sekta. Árið 2015 voru þeir hins vegar 19 og í ár hafa 15 einstaklingar setið af sér sektir.

Flestir á listanum geta því átt von á að bíða um nokkurt skeið áður en afplánun hefst.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283