Netákall Amnesty International:
Hin bresk-íransk ættaða Nazanin Zaghari Ratcliffe sem sinnti góðgerðarstarfi og var dæmd til fimm ára fangavistar í Íran, sendi eiginmanni sínum sjálfsvígsbréf fyrir ekki svo löngu. Amnesty International óttast um andlega og líkamlega heilsu hennar.
Smelltu hérna og krefðu írönsk stjórnvöld að leysa Nazanin Zaghari skilyrðislaust og án tafar úr haldi. Nazanin er samviskufangi og tryggja þarf að á meðan hún situr í fangelsi sæti hún ekki pyndingum eða annarri illri meðferð.
Krefðu stjórnvöld enn fremur um að tryggja Nazanin aðgang að óháðum lögfræðingi og fjölskyldu sinni, og sjá til þess að hún fái umsvifalaust nauðsynlega læknisaðstoð.
Hún fór í hungurverkfall þann 13. nóvember síðastliðinn til að tjá örvæntingu sína um að losna hugsanlega aldrei úr fangelsi. Nazanin Zaghari varð fársjúk og yfirvöld gripu til þess ráðs að koma á neyðarheimsókn fjölskyldunnar þann 18. nóvember síðastliðinn. Á meðan á heimsókninni stóð hneig móðir Nazanin Zaghari niður þegar hún sá hversu horuð dóttir hennar var orðin.
Nazanin Zaghari samþykkti sama dag að binda enda á hungurverkfallið fyrir tveggja ára dóttur sína. Hún þjáist nú af hjartsláttartruflununum, óskýrri sjón og verkjum í höndum, handleggjum og öxlum.
Írönsk stjórnvöld lýstu því yfir fyrr á árinu að handtaka Nazanin Zaghari tengdist aðild hennar að samtökum bloggara árið 2014 og þátttöku hennar í námskeiði til að þjálfa blaðamenn árið 2015.
Gríptu til aðgerða!