Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

ÖBÍ boðar til samstöðufundar fyrir utan Alþingi í dag

$
0
0

Öryrkjabandalag Íslands boðar til samstöðufundar fyrir utan Alþingi klukkan 13.00 í dag. Þar verða þingmönnum afhent skrín með óskum frá málefnahópum ÖBÍ vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2017.

Í frétt á vef Asma og ofnæmisfélags Íslands segir að meðal annars verði vikið að óskum um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, aðgang fatlaðs fólks að námi, afnám „krónu á móti krónu“ skerðingar, virkt eftirlit með aðgengi að mannvirkjum og að heilbrigðisþjónusta verði endurgjaldslaus.

„Þingmönnum verða afhent óskaskrínin við upphaf þingfundar sem hefst kl. 13:30. Um opinn viðburð er að ræða og öllum velkomið að mæta og taka þátt,“ segir í tilkynningunni.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283