Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Herðapúðar sem ná yfir heilt byggðarlag

$
0
0

Ég hef það til siðs að skoða tískuna afturábak, þetta er eitt af mínum sjúku áhugamálum.

Ég lít til baka yfir ákveðin tímabil og reyni að sjá fyrir mér hvort að gömul trend og tíska sé að einhverju leyti nothæf í nútímanum.

Æ nó, æm kreisí.

Dæmi: Föðursystur mínar eru 8 og 10 árum eldri en ég og þegar ég var þetta 5-6 ára þá voru þær leiðtogar lífs míns. Mér fannst þær flottastar af öllum í tískufötunum. Þær voru rokkabillí, í hringskornum filterpilsum, hvítum stuttsokkum og svörtum mokkasínum, með (ég legg ekki meira á ykkur), pening í raufinni.

Mín fyrsti trendklæðnaður var ógissla flottur, útvíðar sjóliða, hvít stígvél og sjóliðajakki. Það þarf vart að taka það fram að hann passar ekki inn í nútímann.

Svo var það fjólubláa flóðbylgjan. Ég er enn með ógeð, get ekki horft á dökkfjólubláan lit án þess að þurfa áfallahjálp.

Svo leið tíminn, þegar ég kom heim frá námi í Svíðþjóð hefði eitístískan tekið völdin.

Ég var head over heals.

Herðapúðar, þrenns konar klæðnaður hvor ofan á öðrum, skyrta, jakki, frakki allt með risapúðum.
Við þetta voru víðar buxur sem ég held að hafi ekki einu sinni verið sniðnar, nú eða stutt pils eða kjólar með herðapúðum upp á Grímsstaði á Fjöllum að umfangi.

gleðibankinn

Frakkinn minn var með svo voldugu landflæmi af herðapúðum að þar hefði mátt byggja sjúkrahús, stofna þorp með stóru kúabúi sem nægt hefði til að sjá landinu fyrir mjólk og rúmlega það…

Þess breiðari, þess meira töff.

En hvernig leit maður út í þessum ósköpum. Við dáðumst hvor af annarri.

Ég með mína týpísku heppni lenti í því að láta taka af mér mynd aftanfrá og það var sjón að sjá.

Ég kveikti í viðkomandi mynd, guði sé lof en ég get lýst henni fyrir ykkur.

Frakki með herðapúðum sem náðu yfir heilt byggðarlag. Upp úr kraganum sást í appelsínuhöfuð að stærð. Buxurnar komu undan frakkanum, ósniðnar, víðar og eins ólögulegar og hugsast varð.

Mér fannst þessi bakmynd töff.

Stuttu síðar fór ég í afmæli. Þar var tekin mynd framan á mig. Jakkinn var lafafrakki með herðapúðum dauðans offkors. Hvít skyrta með lakkrísbindi og pilsið náði að endamörkum læra og byrjunanar nára og pjöllu.

Háæluðu skórnir kórónuðu svo sköpunarverkið.

Þessi tíska var komin til að vera. Þrátt fyrir hint úr öllum áttum, farðu, þú ert búin að vera of lengi þá vorum við eins og skallapoppararnir, við gátum ekki droppað átfittinu, frekar en þeir gátu látið klippa sig.

80s-Shoulder-Pads

Verð að skjóta því hér að, að þegar eitís stóð sem hæst var ég dálítið í raðframhjáhöldum.

Eða reyndi þ.e.a.s.

Tíminn til slíkra voðaveraka var stuttur, fólk þurfti í búðir og sollis.

Þetta tímabil endaði allt eitís að kenna.

Þegar ástarviðfengið var kominn úr öllu (hann var náhvítur með rósóttar lappir af óheilbrigðu fæði) var ég að byrja að klæða mig úr frakkanum og átti ca. 6 lög eftir að færa mig úr. Viti menn, ástmögurinn stökk af stað, matarinnkaup, eiginkona og börn biðu eftir honum.

Síðan þá hef ég ekki verið ótrú (að ég minnir).

Ég man ekki lengur hvernær það gerðist að ég droppaði skelfilegu eitítstískunni en þegar ég lít til baka þá held ég ekki að eitístískan eigi nokkurntímann afturkvæmt, svo skelfileg var hún.

Ég myndi vilja sjá föt frá þörtís og fortís koma aftur.

En ef ég á að vera alveg heiðarleg þá hef ég þroskast, gott ef ég fær mér ekki jogginggalla.

Það er bara eitt sem er á hreinu, strákarnir voru sætir og músíkin er ennþá að rokka.

Farið með það í bankann lúðarnir ykkar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283