Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Þegar fólk getur ekki eignast börn

$
0
0

Á fimmtudaginn kemur þann 10. apríl verður frumsýnt i Tjarnarbíói leikritið, Útundan, eftir Alison Farina McGlynn í uppsetningu Háaloftsins.

Leikritið fjallar um veruleika sem hrjáir eitt af hverjum sex pörum á Íslandi en það er sá veruleiki að auðnast ekki að eignast barn. Barnleysi getur valdið gífurlegu álagi á líf fólks og haft afdrifaríkar afleiðingar á sambönd þess og líðan. En jafnvel í slíkum aðstæðum hættir tilveran ekkert að vera fáránleg, grátbrosleg og jafnvel fyndin.

1907695_1562448197314399_903364694_o

Í leikritinu Útundan er skyggnst er inn í líf þriggja para á fertugsaldri sem þrá að eignast barn. Pörin leita ýmissa leiða til að láta drauminn rætast og standa frammi fyrir margskonar erfiðum spurningum.

1974197_1562473713978514_1256820548_o

Áhrifamikið og nærgöngult leikrit um sársaukann, örvæntinguna og vonina þegar það eðlilegasta og náttúrlegasta af öllu í lífinu er orðið fjarlægur draumur, takmark sem kannski aldrei mun  nást.

Athugið að það er takmarkaður sýningafjöldi en sýnt er eins og áður sagði í Tjarnarbíói:

10. apríl, kl. 20:00 – Frumsýning
13. apríl, kl. 20:00
15. apríl, kl. 20:00
26. apríl, kl. 20:00 – Lokasýning

1966203_1562474993978386_2022797849_o

Leikritið vakti sterk viðbrögð og hlaut mjög góða dóma þegar það var frumsýnt í Bretlandi.

**** „Beautifully crafted provocative new writing. This is a highly valuable piece of work as it braves to talk about something so common, yet never fully challenged on stage“.

**** „A moving play which fully engages the audience. It never becomes mawkish and it also contains a lot of humour“.

Leikarar: Arnmundur Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkelsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir
Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir
Leikmynd: Jóní Jónsdóttir
Búningar: Ólöf Benedikstdóttir
Tónlist: Sveinn Geirsson
Ljós: Arnar Ingvarsson
Leikgervi: Kristín Júlla Kristjánsdóttir

1966153_1547333112159241_282073969_o


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283