Nú vorar og þá kveiknar oft sú löngun að bæta og fegra umhverfi sitt. The owner builder network er samfélag fólks á vefnum sem finnst gaman að gera hlutina sjálft. Á vefsíðunni má finna ótal frábærar hugmyndir að verkefnum innandyra og utan sem eru á færi flestra að framkvæma. Sumar hugmyndirnar eru geggjaðri en aðrar. Sjáið til dæmis þetta ótrúlega flotta gólf sem er lagt úr smáaurum. Þetta er sniðugt á lítil rými því það þarf auðvitað óheyrilega mikið magn af peningum til að þekja heilan gólfflöt, en víða leynist gömul úrelt mynt og sterkara gólfefni er vart hægt að hugsa sér.

Gólf lagt úr gamalli mynt
Hvernig á að girða í kringum litla garða? Grjóthleðslur geta verið fallegar en hvernig væri að týna fjörugrjót þar sem það er leyfilegt og reisa veggi úr grjóti eins og sýnt er hér? Þetta gæti líka orðið fallegur skjólveggur í sumarbústaðalandi.
Áttu gamla hurð sem þér finnst falleg en veist ekki alveg hvað þú ættir að gera við og vilt ekki henda? Svona má nýta gamlar hurðir og breyta þeim í gagnleg húsgögn.
Mörgum börnum finnst ótrúlega gaman að sýsla í mold og garðvinnu. Hér er sýnt hvernig hægt er að rækta lítin álfagarð. Upplagt verkefni til að gera með börnum og segja þeim álfasögur í leiðinni. Gamlir og brotnir blómapottar þurfa ekkert að fara í ruslið.
Langar þig til að rækta krydd eða salat? Þá kemurðu auðveldlega fyrir einni pallettu á svölunum. Þetta er ótrúlega sniðugt. Sparaðu og ræktaðu sjálfur kál , salat og kryddjurtir í sumar.
Efsta ljósmynd í grein er eftir Jo Marshall