Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur óskað svars frá Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formanns Bjartrar framtíðar, vegna hagsmuna langveikra barna og foreldra þeirra.
Þingkonan vill vita hvað það tekur Tryggingastofnun langan tíma að vinna úr umsóknum um umönnunargreiðslur til foreldra langveikra barna.
Hvað hefur áhrif á ákvörðun um hvort umönnunargreiðslur séu greiddar til langveikra barna eða ekki. Hvernig koma Sjúkratryggingar Íslands til móts við ferðakostnað foreldra langveikra barna vegna læknisvitjana fjarri heimabyggð og hvort nægt framboð er á lyfjum fyrir börn sem glíma við langvinna sjúkdóma? Hvernig er niðurgreiðslu þeirra háttað.
Sem og hvort á heilbrigðisstofnunum úti á landi tengiliðir við barnadeildir Landspítala sem þjónusta foreldra langveikra barna.
Skriflegum fyrirspurnum þingmanna skal alla jafna svarað innan 15 daga. Ráðherra getur þó óskað frests ef svo ber undir.