Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR eftir að hafa sigrað sitjandi formann Ólafíu B. Rafnsdóttur í allsherjar atkvæðagreiðslu félagsmanna. Ragnar hlaut 62,98% greiddra atkvæða til embættisins en Ólafía hlaut 37,02% atkvæða. Atkvæðagreiðslan stóð frá 7. mars 2017 til kl. 12:00 á hádegi þann 14. mars 2017 er nú lokið. Atkvæði greiddu 5.706. Á kjörskrá voru alls 33.383. Kosningaþátttaka var því 17,09%.