Allra minnsti jólasveinninn heitir Stúfur og hann kemur til byggða í nótt þann 14.des. Sagt er að hann sé sólginn í afganga svo ekkert vera að vaska upp í kvöld. Gott er að skilja eftir mat í pottum á eldavélinni og er hann þá vís með að sleikja þá innan eins og köttur. Best finnst honum ef viðbrenndar skánir eru á boðstólum.
Ef ykkur langar að prenta Stúf út og lita hann sjálf þá má gera það hér.Giljagaur prentanlegur
Það er listakonan Inga María Brynjarsdóttir sem teiknaði Stúf en hún þekkir jólasveinana eins og lófann á sér.
Jóhannes úr Kötlum orti svo um Stúf:
- Stúfur hét sá þriðji,
- stubburinn sá.
- Hann krækti sér í pönnu,
- þegar kostur var á.
- Hann hljóp með hana í burtu
- og hirti agnirnar,
- sem brunnu stundum fastar
- við barminn hér og þar.