Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ljóðavettlingar

$
0
0

Á Smithsonian safninu í Washington má sjá vettlingapar með útprjónuðu ljóði. Vettlingarnir eru taldir vera frá átjándu öld og sjást á meðfylgjandi mynd.

Ljóðið er tvö erindi af einhvers konar heilræðavísum. Það hefst við úlnlið á öðrum vettlingnum, síðan er lesið hring eftir hring fram vettlinginn og framhaldið er svo á hinum vettlingnum. Ljóðlínur eru afmarkaðar með prjónuðu X.

Þriðji vettlingurinn af þessum toga, útprjónaður með sama ljóði, er í einkaeigu. Vettlingurinn sá er talinn vera frá árinu 1780 og er það m.a. rökstutt með því að talan 80 er prjónuð á þumalinn. Honum tengjast gögn sem segja sögu hans. Vettlinginn átti upphaflega frú Charles H. Penny. Langömmu- (eða langafa-) systir hennar, Margaret Evans frá New Hampshire, prjónaði vettlinginn. Hún var blind en hafði í barnæsku lært að prjóna út munstur og letur með því að telja lykkjurnar í munstrinu
Ljóðið á vettlingunum þremur er svona:

One thing you must not borrow
Nor ever give away
For he who borrows trouble
Will have it every day
But if you have a plenty
And more than you can bear
It will not lighten yours
If others have a share.

You must learn to be contented
Then will your troubles cease
And then you may be certain
That you will leave in peace
For a contented mind
Is a continual feast.

Í íslenskri þýðingu er ljóðið svona:

Varast skaltu víst að fá
vandamál að láni;
þér armæða frá öðrum hjá
öllum stundum dvelur þá.

Og ekki skaltu manni og mey
miðla eigin harmi,
þínar minnka þrautir ei
þó að kvelji önnur grey.

(Fr. Jósefína Dietrich snaraði.)

 

Krækjur í ítarefni:

Upplýsingar um vettlingaparið á Smithsonian safninu

Bloggsíða Rachel þar sem sjá má ýmsar útfærslur af ljóðavettlingum

Skema til að setja inn munstur af ljóði á vettling (útbúið af sömu Rachel)

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283