Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Trylltir fótboltaforeldrar og hvernig á að hemja þá

$
0
0

Flest höfum við heyrt um íslenska „fótboltaforeldra“ sem tryllast á leikjum barna sinna, enda eru líklega fá lönd í heiminum þar sem foreldrar verja jafn miklum tíma með börnum sínum á fótboltamótum vítt og breitt um landið.  Þetta er þó ekki séríslenskt vandamál; í hinni annars friðsælu og kurteisu Svíþjóð er það daglegt brauð að foreldrar fótboltabarna missi gersamlega stjórn á sér og breytist í froðufellandi villidýr. Svo rammt kveður að þessu háttalagi að stór hluti barnanna hefur velt fyrir sér að hætta í boltanum vegna þess.

Um þetta er fjallað í frétt á Guardian, en þar er sagt frá samvinnu Stokkhólmsliðanna þriggja, Djurgården, AIK og Hammarby. Þrátt fyrir að almennt séu litlir kærleikar á milli liðanna hafa þau tekið höndum saman til að bregðast við „óhóflega áhugasömum“ foreldrum, þ.e.a.s. foreldrum sem gera of miklar kröfur um frammistöðu barna sinna á fótboltaleikjum, skamma unga dómara og aðra starfsmenn, eða sýna að öðru leyti dólgslega framkomu.

 

Auglýsing

 

Í framhaldi af könnun sem sýndi að 83% foreldra hefðu orðið vitni að „of áköfum“ foreldrum og að 43% þeirra töldu þetta vera meiriháttar vandamál, auk þess sem 27% töldu að börn hefðu hugsað um að hætta vegna þess, ákváðu fótboltafélögin að setja saman siðareglur, sem foreldrum er boðið að undirgangast, og settar hafa verið á boli til að gera þær sýnlegar á leikjum.  Þessar siðareglur hljóða svo:

„Sem foreldri mun ég gera allt sem ég get til að styðja barnið mitt og
annarra börn,sem og leiðbeinendur, dómara, starfsmenn og foreldra
í tengslum við æfingar og leiki, með jákvæðri framkomu.“

 

Áhugavert væri að heyra skoðanir íslenskra foreldra á þessu, hvort ósæmileg framganga á íþróttaleikjum er vandamál og hvernig mætti bregðast við því.  Netfang ritstjórnar Kvennablaðsins er kvennabladid@kvennabladid.is og þangað má senda ábendingar eða innlegg.

 

Frétt Aftonbladet um málið


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283