Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Af hverju eru gleraugu ekki niðurgreidd?

$
0
0

Guðrún Árný Karlsdóttir skrifar

Kæra Ísland, getum við ekki gert betur við barnafjölskyldur og fyrir börnin okkar sem þurfa gleraugu. Ég er s.s. gróflega búin að reikna út hversu miklum pening ég hef eytt í gleraugu fyrir son minn. Gleraugu annars sonar míns, þeir eru tveir og nota báðir gleraugu en sá eldri fær þau yfirleitt á 19.000 því þau eru til á lager + 3.5 og við höfum nýtt okkur tilboð þar sem við greiðum fyrir umgjörðina og fáum glerin með.

Hér á myndinni sjáið þið gleraugun hans Nóa míns. Nói fékk gleraugu 13 mánaða gamall. Hann er algjörlega háður þeim. Þess vegna á hann íþróttagleraugu með styrk, sundgleraugu með styrk og auðvitað ein á nefinu ( og alltaf auka venjuleg gleraugu til vara).

Glerin sem hann þarf. (Þau eru aðeins daufari heldur en hann mælist hjá lækni)

H: +8,50 cyl: -1,50 165 gráður

V: +9,00 cyl: -1,50 15 gráður

Það þarf að sérpanta glerin í hvert skipti og þynna þau sérstaklega mikið.

19955921_10212013579887599_3258784462694005716_o

Á þessa mynd vantar tvenn sundgleraugu sem eru týnd. Eins og gengur og gerist hjá þessum börnum.

 

Venjulega kosta gleraugun hans um 85 þúsund krónur. Hef stundum þurft að kaupa bara gler, þá í umgjörð sem er heil, og þá eru glerin, settið, á um 55 þúsund krónur.

Ég vil að drengurinn minn sé með umgjörð sem situr vel á nefinu og þessar sem fylgja frítt með keyptum glerjum eru oftar en ekki lélegar. Þær ýmist beyglast strax ef barnið t.d. sofnar með þau og kostar mikið að fara fjöldan allan af ferðum til að láta laga þau, eða þau sitja illa á nefinu og börnin horfa yfir gleraugun sem hefur slæm áhrif á sjónina.

Ég veit ekki hversu mörg gleraugu ég laga hjá börnum í skólanum, þar sem þau sitja með gleraugun fram á nefinu og horfa yfir. Hef einnig lagað nokkur í bónus. Er komin með meirapróf í að laga gleraugu.

 

Auglýsing

 

JÆJA. Þegar ég gróf reikna þetta þá eru hér 11 gleraugu x 85.000 kr., þá hef ég greitt u.þ.b. 935.000 kr. í venjuleg gleraugu fyrir annað barnið mitt.

Þetta er alla vega það sem ég hef pottþétt greitt. Ég veit að ég hef greitt meira af því að ég er ekki að telja með glerin sem ég hef keypt sér í umgjarðir sem hafa verið heilar og mögulega fengið tveir fyrir einn. (Ég býð alltaf eftir svoleiðis tilboðum.)

Ég er ekki að telja með þær umgjarðir sem hafa brotnað út af brussuskap hjá honum og ég hef þurft að kaupa nýja. Tek það skýrt fram að fólkið í gleraugnaverslununum er mjög hjálpsamt að redda mér nýrri umgjörð ef hún brotnar við lítið, þá er það yfirleitt galli.  En ef það er ekki galli þá fæ ég afslátt af nýrri.

Þurfti t.d. um daginn að kaupa nýja umgjörð 3 dögum eftir að hann fékk ný gleraugu. Sonur minn hljóp á staur á skólalóðinni. Þau fóru í tvennt. En ég fékk nýja á 15.000 kr. en ekki 20.000 kr.

Held áfram..

Sundgleraugun kosta 20.000 kr. stk, er búin að kaupa 4 (tvenn hafa glatast) = 80.000 kr. í sundgleraugu.

Íþróttagleraugun eru tvenn, því hann hefur jú stækkað drengurinn. 37.000 kr. stk = 74.000 kr.

Þetta gerir allavega 1.089.000 kr Í GLERAUGU og hann er bara 9 ára.

EN! Bíðið aðeins……….Það er niðurgreiðsla……RÍKIÐ niðurgreiðir glerin hjá Nóa heilar 6300 kr. pr gler. Tvisvar sinnum á ári fyrstu 3 árin. Svo einu sinni á ári 4-8 ára. En núna er það bara annað hvert ár þar sem hann er orðinn 9 ára.

Ég á fjörugan dreng. Hann vill ekkert minna hreyfa sig heldur en aðrir strákar. Gleraugun fá mikið að finna fyrir því.

En segið mér. AFHVERJU ERU GLERAUGU EKKI NIÐURGREIDD HJÁ BÖRNUM SEM ERTU HÁLF BLIND? Hvenær voru augu ekki partur af líkamanum. Tennur voru það ekki einu sinni en eru að koma „inn núna“.

Ég, í alvöru, sit hér með hálf vot augu því mér finnst leiðinlegt að í hvert skipti sem Nói minn meiðir sig ….  haldið þið að ég hugsi … Æj.. hann meiddi sig???????

NEI!

Eg hugsa……

……….. GLERAUGUN !!!!!!!!!!!!!

Ef Nói væri með 10+ eða meira þá fengjum við 7500 kr. pr gler. Það stendur inn á Miðstod.is ( endurgreiðslur).

Þeir sem eiga rétt á gleraugnaendurgreiðslum eru t.d þeir sem eru háfjarsýnir (microphathalmia) ≥10,00, hann mælist hjá lækni 9,5. Það munar munar 0,5   Hærra fer greiðslan ekki.

Ég hef lengi ætlað að taka þetta saman, eiginlega ekki þorað að gera það en lét verða af því í kvöld.

Ég er þakklát fyrir gleraugun, þakklát fyrir lækninn hans, sem gerði aðgerð á augunum hans þegar hann var 7 ára því hann var orðinn svo tileygður. Það er margt alveg frábært í samfélaginu okkar.

En ef ég væri einstæð, hvað þá ?

Ef við ættum bara ekki peninginn, hvað þá?

Veit að Costco býður loksins gleraugu á viðráðanlegu verði. En ef krónan veikist aftur þá hækka þau i verði og niðurgreiðslan verður áfram 12000 kr annað hvert ár.

Deilið að vild.

Greinin birtist fyrst á Facebook

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283