Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Trump í félagsskap manna sem tengjast tölvuárásinni á Hillary

$
0
0

CNN hefur birt myndband sem varpar nýju ljósi á tengsl Donalds Trump við áhrifamenn í Rússlandi. Birting myndbandsins styrkir grun um að forsetinn hafi vitað um tölvuárásir Rússa á Hillary Clinton. Hann sést m.a. á tali við auðkýfinginn Aras Agalarov, sem mun hafa fengið upplýsingar sem koma sér illa fyrir Hillary Clinton frá ríkissaksóknara Rússlands. Greinilegt er að vel fer á með þeim en Aglarov hefur neitað því að þekkja Trump yngri persónulega.

Myndbandið er frá 15. júní 2013 og sýnir Trump í veislu ásamt Agalarov-fjölskyldunni, Azerbajdansk-rússneskri fjölskyldu sem hefur tengsl við Pútín. Trump og Agalarov fjölskyldan hafa staðið í viðskiptum saman og er myndbandið tekið sama kvöld og Trump tilkynnti um þá fyrirætlun sína að halda keppnina Ungfrú Alheimur í Moskvu en Agalarov fjölskyldan lagði háar fjárhæðit til þess framtaks.

Í myndskeiðinu sést einnig Rob Goldstone, sem síðar sendi Trump yngri tölvupósta sem vakið hafa grun um vafasöm tengsl Trumps við Rússa í kosningabaráttunni en eins og kunnugt er rannsakar alríkislögreglan nú möguleg afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

 

CNN fjallar ítarlega um myndbandið og tengsl Trumps við Rússa hér

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283