Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Fyrsta tilraun með pípulest

$
0
0

Fyrsta tilraunakeyrsla á röralestinni Hyperloop One hefur farið fram en þetta er draumaverkefni sem Elon Musk kynnti fyrst fyrir fjórum árum. Þetta er tilraun með að senda léttar háhraðalestir sem „fljóta“ á rafsegulsteinum í gegnum lofttæmd rör á ofurhraða eða allt að 1200 km á klukkustund. Tilkynnt var í gær að fyrsta tilraunakeyrslan hefði verið gerð í Nevada eyðimörkinni og lestinni ekið spöl en aðeins á 120 km hraða. Elon Musk auðgaðist á PayPal en hefur síðan varið háum fjárhæðum í hugðarefni sín sem m.a. snúa að umhverfisvænni framtíðartækni.

Auglýsing

Hugmyndin með lestinni er að geta leyst flugsamgöngur af hólmi, að miklu leyti og komið farðegum hraðar milli staða. Farðegaflugvélar fljúga yfirleitt á um 900 km hraða þannig að Hyperloop lestin á að geta farði töluvert yfir það eða í allt að 1200 km hraða.

Tæknilega gæti slík pípulest komið fólki á 10-15 mínútum frá Reykjavík til Akureyrar og frá borginni til Egilsstaða á 15-20 mínútum.
Þó að aðstandendur lestarverkefnisins hafi átt sitt fyrsta „Kitty-Hawk“ stund (með vísan í fyrsta flug Wright bræðra), er langur vegur í að þessi ferðamátti, í lokaðri pípuest fljótandi í loftæmi á ofurhraða, verði að veruleika.
Fjallað er um tilraunakeyrsluna á fréttasíðunni Verge með ljósmyndum og myndskeiðum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283