Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Erindi — samtök um samskipti og skólamál

$
0
0

Fréttatilkynning frá Erindi, samtökum um samskipti og skólamál

Erindi, samtök um samskipti og skólamál, eru félagasamtök sem vinna gegn einelti og samskiptavanda barna. Árið 2016 opnaði Erindi samskiptasetur þar sem fagfólk sinnir ráðgjöf til barna, foreldra/aðstandenda, kennara og annarra sem vinna með börnum. Hjá Erindi starfa sérfræðingar í samskiptamálum og lögð er áhersla á fagmennsku og stuðning við alla sem til þeirra leita. Þar sem safnað var fyrir Erindi í átakinu Á allra vörum 2015 er ráðgjöfin ókeypis.

Öll þjónustan er á faglegum grundvelli, Erindi þjónustar börn á öllu landinu upp að 18 ára aldri og það er sama hver aðkoma barnsins er, hvort sem það er þolandi eða gerandi, stórt eða lítið vandamál, það eiga allir erindi til Erindis. Mál þarf ekki að vera eineltismál til að unnið sé með það.

Auglýsing

Erindi hefur einnig verið að þjónusta skólasamfélagið, farið með verkefni inn í skólana til að bæta skólabrag og sérsniðið verkefni að hópi ef þess er óskað.

14425405_1104669819618616_3401175595118149814_o

 

 

Erindi tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár, til að vekja athygli á þjónustunni og til að safna áheitum.   Hægt er að styrkja hlaupara hér.

Samtökin hafa þegar birt myndband um einelti og afleiðingar þess og meira er væntanlegt.

Nánari upplýsingar má svo finna á heimasíðu samtakanna  og facebook síðu þeirra.

 

 

Hér má sjá myndbandið sem áður er getið. Framleiðendur eru Unnur Jónsdóttir og Halldóra Guðjónsdóttir. Viktor Ingi Guðmundsson sá um tónlistina.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283