Yfirlýsing frá Pírata partýinu
Við undirritaðir karlkyns Píratar lýsum yfir stuðningi okkar við #HöfumHátt átakið sem nú fer fram á samfélagsmiðlum þar sem þolendur kynferðisofbeldis setja appelsínugult merki sem mynd á Facebook, og aðstandendur og vinir þeirra setja gula mynd til stuðnings þolendum.
Einnig viljum við lýsa stuðningi við Druslugönguna og hvetja sem flesta til að taka þátt í henniþar sem það er mjög mikilvægt að styðja við þolendur kynferðisofbeldis, halda ábyrgðinni hjá gerendum og stuðla að vitundarvakningu um kynferðisafbrot. Við vonum að með þessu aukist skilningur á því hversu algeng þessi brot því miður eru og hversu margir Íslendingar glíma við alvarlegar afleiðingar vegna þeirra. Þessir samborgarar okkar eiga skilið að upplifa stuðning þegar þeir hafa opnað sig um ofbeldið og afleiðingar þess.
Sérstaklega viljum við hvetja karlmenn til að taka þátt í þessu átaki, þar sem ekki einungis verða karlmenn líka fyrir kynferðisofbeldi, heldur eiga margir þeirra oft — og af ýmsum ástæðum — sérstaklega erfitt með að koma fram með það, meðal annars vegna óskrifaðra karlmennskustaðla og staðalmynda samfélagsins. Þau viðhorf sem gera fólki erfitt fyrir að stíga fram þarf að uppræta -ofbeldi er ofbeldi og allir þolendur þess eiga skilið stuðning okkar og virðingu.
Samþykkt stefna Pírata um kynferðisofbeldi er skýr, en í henni segir að „efla skuli fyrirbyggjandi aðgerðir, m.a. með því að þessi málaflokkur verði tekinn sérstaklega fyrir í kynfræðslu i skólum þar sem sérstök áhersla verði lögð á gagnkvæma virðingu og upplýst samþykki. Stuðlað skuli að opinni umræðu um kynferðisbrot bæði á þeim vettvangi og í samfélaginu almennt.“
Konur, karlar og öll hin — höfum hátt!
Undirskriftir
Björn Leví Gunnarsson
Ásmundur Alma Guðjónsson
Viktor Orri Valgarðsson
Gunnar Hrafn Jónsson
Árni St. Sigurðsson
Snæbjörn Brynjarsson
Halldór Auðar Svansson
Hans Jónsson
Helgi Hrafn Gunnarsson
Smári McCarthy
Helgi Laxdal, gulur