Franskir fornleifafræðingar eru nú að grafa upp rómverskar húsarústir frá fyrstu öld eftir kristsburð, suður af Lyon í Frakklandi og þykir þetta vera einn merkasti fornleifafundur frá dögum Rómverja í áratugi. Fræðimennirnir kalla þetta „Litlu Pompeii“ enda fannst heilt hverfi í hinni fornu borg Vienne sem smám saman er að komast aftur upp á yfirborðið. Þessar rústir eru á fornri þjóðleið og verslunarstað frá mektardögum Rómaveldis. Meðal þess sem fornleifafræðingar hafa fundið eru heilleg og vel varðveitt mósaíkgólf í ríkulegum húsakynnum sem talin eru hafa tilheyrt velmegandi kaupmönnum á þessum mikilvæga tengipunkti milli norðurs og suðurs á tímum heimsveldisins.
Fjallað er um þennan uppgröft á vef Guardian.
↧
Merkur fornleifafundur
↧