Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Fjöldaflótti út í „sumarið“

$
0
0

Í gær reyndi ég ítrekað að ná í ákveðið fólk í símann án árangurs.

Fólk sem yfirleitt er heima á þeim tíma sem ég hringdi og ég áttaði mig snarlega á því að sumarbrjálæðið er skollið á.

Sólin skein nefnilega. Það hafði brostið á fjöldaflótti út í „sumarið“.

Damn, damn, damn, hugsaði ég – það er komið sumar!

Fyrir utan gluggann hlupu afkomendur víkinga á stuttbuxum skælbrosandi þrátt fyrir að vera komnir með mögulegt kal í útlimi.

Annars er þessi pistill um gula fíflið,þ.e. sólina,þetta fyrir ofan er bara tilgerðarlegur inngangur. Segi sonnnnna.

Enívei…

Reykvísk sumur bernsku minnar eru ísköld í minningunni.

Sólin skein það vantaði ekki en þá var golan bitrari en nú,hafið þið pælt í hlýnun jarðar?

Við fórum í sólbað UNDIR teppi (brrrrrr) og kroppurinn á okkur var glær eins og við þjáðumst af tæringu.

Glæri húðliturinn var köflóttur vegna þess að æðarnar sáust í gegn og nei, ég er ekki að ýkja og þetta kom út á lærunum á okkur og var einstaklega flatterandi.

Svo komu unglingsárin,ég man eftir að hafa nánast bundið mig við svalahandriðið heima hjá foreldrum mínum í vorvindunum,skítt með veðrið,sólin skein.

„Quick Tan“ frá Bretlandi kom í verslanir,gervibrúnka sem myndi hjálpa til í baráttunni við hinn grænleita húðlit.

Ómæ, ég smurði og smurði og búmmsakabúmm,ég varð dökkbrún og íðilfögur.

Ég hélt upp á þetta með því að fara í Nauthólsvík.

Rósótt mínipils og jesúskór urðu fyrir valinu þrátt fyrir að hitinn hafi audda ekki verið stiginu hærra en 10.

Þó ég segi sjálf frá var ég droppdeddgjorgíus.

Ég varð einhvern veginn hærri til hnésins, mér leið eins og Fröken Óróblú þar sem ég steðjaði upp Miklubrautina.

Ég beinlínis fann hvernig ég varð öll spengileg eins og hind á göngu minni,hlutir voru að gerast – það var komið sumar.

Ég tók eftir því að fólk í bílum tók eftir mér, það vinkaði og hló,ég vinkaði og hló til baka. Ég elskaði mannkynið.

Vinkonuskrímslið (skv. föður mínum) beið mín við Hótel Loftleiðir.

Hún gargaði þegar hún sá mig.

Í stuttu máli: Það stóð ekki á fokkings QT brúsanum að nota ætti bómull við ásmurning á líkama.

Jú annars, það stóð en ég var að flýta mér. SÓ?

Ég var eins og veggur þar sem kolmanískur málari hafði farið hamförum.

Það voru helgidagar og virkir.

Andlitið á mér var röndótt – skelfilega röndótt, útlimir líka.

QT fór ekki af við vatn og sápuþvott þetta tók vikur.

Jamm….

Svo breyttist veðrið með árunum og allir fóru að grilla og síðan hefur ekki verið hægt að ná í fólk eftir að fyrsta aprílsólin glottir framan í borgarbúa.

Hiti og vindar skipta ekki máli.

Í gær hélt ég að það væri kviknað í einum þremur húsum hinum megin við götuna.

Nebb, skylduverkefni allra sólheitra sumardaga var skollið á, það var búið að rífa út grillið, henda á það líkamspörtum og allir á stuttbuxum.

Lyktin var góð en þessi framkvæmdasemi sumars og sólar leggst yfir mig eins og mara.

Mér finnst ég þurfa að gera eitthvað og taki ég ekki þátt þá er ég að svíkjast um.

Það er audda ekkert athugavert við það að Íslendingar fríki út þegar sólin fer að skína.

Þetta er jafn flippað á hinum norðurlöndunum, allir trylltir úr gleði.

Þá er að velja sér sumarsýslur:

Veiða, grilla,klífa fjöll,tjalda,hanga á kaffihúsi,synda, hvað sem er svo fremi sem þú ert að gera eitthvað sumarlegt.

Ég er ofkors þátttakandi í þessu öllu þó ég tuði.

Nú fer ég og geri sumarlegt á svölunum, næ í grillið í geymsluna og kaupi mér sumarkjól.

Ég vil ekki að fólk horfi á mig eins og þegar ég var röndótt í framan.

Bara alls ekki.

Úje…


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283