Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Opið fyrir umsóknir um götusölu í Reykjavík frá 15. febrúar

$
0
0

Reykjavíkurborg sendi fjölmiðlum tilkynningu á þriðjudag um leyfisveitingar til götu- og torgsölu. Sækja má um leyfin á vef borgarinnar frá morgni þriðjudagsins 15. febrúar. Í tilkynningunni kemur fram að götu- og torgsala eigi að auka fjölbreytni og þjónustu í sátt við umhverfið og að sóst sé eftir fjölbreyttri þjónustu.

Sölustarfsemi á götum úti sé þó leyfisskyld, að undanskyldum tombólum barna og ungmenna.

Fréttatilkynningin

Opnað verður fyrir úthlutun á nýjum leyfum fyrir götu- og torgsölu þriðjudaginn 15. febrúar kl. 9:00 á vef Reykjavíkurborgar og þarf að vera með virkt aðgengi að Mínum síðum í Rafrænu Reykjavík til að geta sótt um.

Götusala er leyfisskyld og tekur til hvers kyns sölustarfsemi sem fer fram á almannafæri utanhúss svo sem á torgum, gangstéttum og í almenningsgörðum. Ekki þarf þó að sækja um leyfi fyrir tombólum barna og ungmenna.

Gerðar eru kröfur um góða umgengni og að starfsemi standist allar heilbrigðisreglur. Götu- og torgsala á að auka fjölbreytni og þjónustu í sátt við umhverfið og sóst er eftir fjölbreyttri þjónustu.

Jafnræði við úthlutun

Umsóknir eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast og ræður það forgangi við úthlutun. Reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“ er þannig í gildi og skapar ákveðið jafnræði með umsækjendum. Eins og áður segir verður opnað fyrir umsóknir um götu- og torgsölu þriðjudaginn 15. febrúar kl. 9:00 á „mínum síðum” á vef Reykjavíkurborgar (Rafræn Reykjavík). Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nýja samþykkt og hafa til reiðu þau fylgiskjöl sem fylgja þurfa umsókn. Minnt er á að öll matsala er leyfisskyld og sótt er um leyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þá er áréttað að umsóknir sem berast fyrir 15. febrúar eru ekki gildar.

Upplýsingasíða fyrir götu- og torgsölu.


Ljósmynd, CC: pxhere.com.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283