Bjarkey Gunnarsdóttir þingkona Vinstri grænna sagði á Alþingi í gær þann 7. maí 2014 að á meðan lekamálið í innanríkisráðuneytinu væri óupplýst stafaði ógn að almennum borgurum. Hún hvatti þá sem sök bera til að gefa sig fram og spurði jafnframt hvort innanríkisráðherra hefði nokkra aðra valkosti en að segja af sér?
Hver er staða hins almenna borgara sem stjórnvöld vilja hugsanlega koma höggi á? Hvernig getum við verið viss um að þeir sem standa að slíkum rógsherferðum eins og hér átti sér stað geri það ekki aftur?
Bjarkey sagði Hönnu Birnu ekki hafa brugðist við málinu með viðeigandi hætti og því væri almennum borgurum ógnað á meðan málið væri enn óupplýst.
Bjarkey hvatti þá sem láku láku minnisblaðinu til að gefa sig fram og skera þar með samstarfsfólk sitt úr snörunni og upplýsa málið. Hún sagði einnig að Hanna Birna hefði sem æðsti yfirmaður lögreglunnar og dómsmála hefði átt að sjá sóma sinn í að fara í leyfi á meða rannsókn lekamálsins stendur. „Nú er það orðið of seint og því má spyrja sig hvort það sé nokkuð annað afsögn sem komi til greina? Og hvort ríkisstjórnin og þingmenn stjórnarflokkanna treysti sér til þess að bera ábyrgð á ráðherra sem að hefur farið fram með þessum hætti?“ spurði Bjarkey.
Bjarkey rifjaði upp að í umræðum um málið á Alþingi hefði Hanna Birna bendlað lögregluna, Útlendingastofnun og Rauða krossinn við málið sem mögulega sökudólga. Hún sagði nú ljóst eins og fram komi í dómi Hæstaréttar að lekin geti ekki hafa komið annarsstaðar frá en úr ráðuneyti Hönnu Birnu. „Ég velti því fyrir mér hvort það sé í raun ekki rík ástæða fyrir ráðherrann að biðja þessa aðila afsökunar?“ spurði Bjarkey í framhaldinu.