Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Er Jón Gnarr að flytja til Texas?

$
0
0

Fréttaveitan Vice birtir í dag langt viðtal við Jón Gnarr en viðtalið tekur blaðamaðurinn James Shaughnessy í tilefni af því að Jón gaf ekki aftur kost á sér í starf borgarstjóra.

Viðtalið ber titlinn, Stjórnleysingja, grínista borgarstjórinn frá Íslandi flytur til Texas.

James Shaughnessy og Jón Gnarr. VIce

James Shaughnessy og Jón Gnarr. VIce

 

Í viðtalinu er Jón spurður hvað sé framundan og svarið kemur á óvart því Jón segir að jafnvel liggi allar leiðir til Texas.

„Fólk segist ekki trúa á tilviljanir. Ég trúi á tilviljanir. Ég trúi ekki á Guð. Þannig að tilviljanir heilla mig. Ég er ekki alveg viss um að ég hafi frjálsan vilja og ekki veit ég hvort heilinn er búinn að taka ákvörðun um það hvað hann ætlar að láta mig gera næst.  En ég finn á mér – sem er mjög skrýtið – að hann sé að fara með mig til Texas. Texas er í mínum huga svolítið eins og Mordor (Skáldaður heimur í bókum J.R.R Tolkien) eða eitthvað.“

Viðtalið sem er stórskemmtilegt má lesa hér á síðu Vice.

Ljósmynd af Jóni Gnarr. Eddi Jóns.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283