Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hurfu af elliheimili, fundust á þungarokkshátíð

$
0
0

Tveir eldri borgarar hurfu af dvalarheimili sínu í Þýskalandi á föstudag og gerði starfsfólk heimilisins lögreglu viðvart. Fólkið fannst loks klukkan 3 að nóttu á þungarokkshátíðinni Wacken Open Air, norður af Hamborg. Þau voru treg til að yfirgefa hátíðina, en dvalarheimilið sendi bíl eftir þeim sem ók þeim til baka, í lögreglufylgd.

Að öðru leyti er lögregla sögð hafa haft lítil afskipti af hátíðinni í ár.

Sólstafir á Wacken Open Air 2018.

Stærsta þungarokkshátíð heims

Þungarokkshátíðin Wacken Open Air er haldin ár hvert í þorpinu Wacken, 80 kílómetra frá Hamborg. Hátíðin var fyrst haldin árið 1990, fyrir 800 gesti. Hún hefur síðan vaxið statt og stöðugt er nú sögð stærsta þungarokkshátíð í heimi. Árið 2011 mættu þangað 80.000 gestir, ásamt 6.000 manna starfsliði. Miðar á hátíðina seljast að jafnaði upp á einum til tveimur sólarhringum.

Meðal hljómsveita sem komu fram á hátíðinni í ár er íslenska sveitin Sólstafir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283