Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Segir starfsfólk veitingastaðarins El Santo svikið um laun

$
0
0
Brynja Sassoon á pókermóti í Svíþjóð.

Brynja Sassoon á pókermóti í Svíþjóð.

Brynja Björg Sassoon segir Björgólf Takefusa hafa svikið starfsmenn veitingastaðarins El Santo um launagreiðslur. Veitingastaðurinn, sem er við Hverfisgötu, hóf að sögn Brynju starfsemi haustið 2017. Brynja starfaði þar þangað til nú í sumar. Hún segir helming starfsliðs staðarins hafa sagt upp störfum, enda hafi þau verið svikin um greiðslur á yfirvinnu og fleira.

Brynja segir að veitingastaðurinn hafi ekki staðið skil á meðlagsgreiðslum til Innheimtustofunar sveitarfélaga, sem hann hafi engu að síður dregið af launagreiðslum til starfsfólks.

Innheimtustofnun sveitarfélaga getur krafið launagreiðanda um að halda eftir hluta af kaupi starfsmanns til að standa skil á meðlagsgreiðslum hans. Á launaseðlum Brynju má sjá að fyrirtækið Fröken Fix, rekstraraðili El Santo, dró 66.336 krónur af launum vegna meðlags, í febrúar, mars, apríl, maí og júní á þessu ári, eða alls 331.680 krónur. Af þeim skiluðu sér aðeins 111.252 krónur til innheimtustofnunarinnar, samkvæmt yfirliti þaðan.

„Ef ég hefði tekið pening frá fyrirtækinu sem átti að fara í reikninga og notað í eitthvað annað, þó svo að ég hefði síðan borgað til baka, hefði ég verið kærð, því það má ekki,“ sagði Brynja í samtali við Kvennablaðið.

Á mánudag á Brynja fund með fulltrúum stéttarfélagsins Eflingar, fyrir sína hönd og níu starfsmanna veitingastaðarins, sem veitt hafa henni umboð sitt í málinu.

Brynja hvetur almenning til að sniðganga veitingastaðinn á meðan hann sinnir ekki skyldum sínum gagnvart starfsfólki.

Kvennablaðið náði ekki tali af Björgólfi Takefusa við vinnslu fréttarinnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283