Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Breskar heilbrigðisstofnanir og skólar fjárfesta í tóbaksfyrirtækjum

$
0
0

Breskar heilbrgðisstofnanir, slökkviliðsdeildir og skólar hafa, í gegnum lífeyrissjóði, fjárfest í hlutabréfum tóbaksframleiðenda fyrir yfir 1,7 milljarð punda, eða tæplega 240 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í umfjöllun í The Guardian á mánudag.

Tóbaksfyrirtækin sem um ræðir eru meðal annars British American Tobacco, Imperial Brands og Philip Morris. Fulltrúar nokkurra lífeyrissjóða sögðust ekki geta selt eign sína í tóbaksfyrirtækjunum á meðan þau reynast ábatasöm, þar sem þeim beri lagaleg skylda til að hámarka tekjur lífeyrisþega innan vébanda sinna.

Fulltrúar samtaka sem berjast gegn tóbaksreykingum sögðu þessi rök ekki trúverðug, þar sem sjóðirnir geti, samkvæmt leiðarvísi stjórnvalda, tekið siðferðileg sjónarmið og samfélagsleg, auk umhverfismála, til greina við ákvarðanatöku, svo fremi sem það bitnar ekki beint á fjárhag sjóðanna. Nokkir atvinnufjárfestar andmæltu því mati að sala á hlutabréfum tóbaksfyrirtækjanna myndi verulega draga úr arðsemi sjóðanna, þar sem tóbaksiðnaðurinn á, til lengri tíma litið, undir högg að sækja.

Upplýsingarnar um fjárfestingar sjóðanna fengust, þrátt fyrir tregðu þeirra til að veita svör, með beitingu Freedom of Information Act, ígildi upplýsingalaga.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283