Frá ritstjórn til lesenda:
Nýverið var vefur Kvennablaðsins fluttur af hefðbundinni vefslóð (http) yfir á varða slóð (https). Við lestur vefsins ættu lesendur ekki að verða varir við neinar breytingar af þessum völdum, nema þá helst að nýjar útgáfu Chrome-vafrans, til dæmis, hafa tekið að vara notendur við þeim vefum sem enn er miðlað með gamla, óvarða http-staðlinum. Slíkar viðvaranir ættu ekki að birtast héðan í frá, vefurinn telst nú öruggur.
Ein hliðarverkan af tilfærslunni er aftur á móti sú að Facebook kannast ekki við að síða með slóð sem hefst á https sé sú sama og áður hófst á http. Allar athugasemdir sem lesendur Kvennablaðsins hafa ritað við fréttir og greinar á fyrri slóðum hverfa því á þeim nýrri. Okkur þykir það afar miður. Augljóslega er þetta ekki bara frekar glatað heldur áminning um aðkallandi spurningar um vald yfir gögnum: það efni sem ritað hefur verið í athugasemdir er nú hvorki á ykkar valdi né okkar.
Hugsanlega má leysa þetta, en þær lausnir sem komið hafa fram virðast tímabundin fiff frekar en ábyggilegar fram í tímann. í augnablikinu eru þær athugasemdir sem ritaðar voru á vefinn fyrir byrjun ágústmúnaðar 2018 hreinlega horfnar. Og öll þessi afar velkomnu læk.
Með kveðju,
ritstjórn Kvennablaðsins.