Rússneski hergagnaframleiðandinn Kalashnikov kynnti á fimmtudag rafbíl sem væntanlegur er á markað. Módelið ber heitið CV-1. Fréttamiðlar hafa eftir talsmönnum fyrirtækisins að tæknilausnirnar að baki bílnum skari fram úr bifreiðum Tesla fyrirtækis Elons Musk. Það sem vakti þó mesta athygli, í fyrstu, er lögun bílsins en útlit hans vísar um 50 ár aftur tímann.
Clik here to view.

Kalashnikov CV-1.
Sæberpönk eða zombí
Retro-hönnunin er að sögn fyrirtækisins sjálfs innblásin af sovéskum hlaðbak frá 8. áratugnum, sem innan Rússlands var þekktur sem Izh Kombi. Izh Kombi varð vinsæll innan Sovétríkjanna enda eini hlaðbakurinn á þeim markaði þar til Lada hóf framleiðslu á Lada Samara tíu árum síðar, sem urðu einnig nokkuð vinsælir á Íslandi.
Clik here to view.

Kalsashnikov CV-1, díteill.
Á samfélagsmiðlum var þegar í stað deilt um þeta val. Einhverjir fögnuðu bílnum sem „sæberpönk“-rafbíl, aðrir hafa uppnefnt hann „Izh Zombí“, og einn notandi skrifaði í athugasemd við Facebook-færslu fyrirtækisins að skriðdrekar þeirra væru frábærir en þeir ættu að láta bílaframleiðslu eiga sig.
Talsmenn Kalashnikov sögðu við kynningu bifreiðarinnar að CV-1 geti ferðast 350 kílómetra leið á einni hleðslu. Bíllinn verði sannkallaður „ofurrafbíll“.
Úrræði undir viðskiptabanni
Fyrirtækjasamsteypan Kalashnikov Concern er á heimsvísu þekktast fyrir AK-47 vélbyssuna, sem kom á markað árið 1949. Fyrirtækið að baki henni var þá þegar um 150 ára gamalt, en það var stofnað árið 1807. Vegna viðskiptabanns Vesturlanda gegn Rússlandi frá árinu 2014, sem beinist meðal annars gegn vopnaviðskiptum, hefur fyrirtækið þurft að leita nýrra viðskiptalausna. Izh hefur því hafið sölu á vopnum til almennings í tíu nýjum löndum, hafið framleiðslu á fatnaði, reghnlífum og farsímahulstrum, leitað endurfjármögnununar meðal einkafjárfesta og, nú, boðað samkeppni við Tesla.
Clik here to view.

Kalashnikov CV-1