Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Vopnuð útköll sérsveitar nær þrefaldast milli ára

$
0
0

Vopnuðum útköllum sérsveitar Ríkislögreglustjóra fjölgaði nær þrefalt á milli áranna 2016 og 2017. Þetta kemur fram ef gögn úr nýbirtri ársskýrslu embættisins eru borin saman við skýrslur fyrri ára.

Sérsveitin, þróun vopnaðra útkalla

Sérsveitin, fjöldi vopnaðra útkalla á árunum 2003 til 2017, samkvæmt ársskýrslum Ríkislögreglustjóra.

Gögn um fjölda vopnaðra útkalla birtast ekki í þeim ársskýrslum sem aðgengilegar eru á netinu fyrr en árið 2003. Það ár voru þau 52 talsins. Útköllum fækkaði raunar lítillega næstu ár og voru 36 árið 2005. Þau tóku nokkurn kipp árið 2009, ár búsáhaldabyltingarinnar, og voru vopnuð útköll sérsveitarinnar þá 68 talsins. Síðan þá hefur fjölgun vopnaðra útkalla ekki verið stöðug, heldur sveiflukennd, en fjölgaði þó í það heila um 60% á sjö árum, frá 2009 til 2016, úr 68 útköllum í 108.

Stökkið á milli áranna 2016 og 2017 nemur hins vegar 274 prósentum eða stappar, á mannamáli, nærri þreföldun: úr 108 útköllum í 296.

Hvað veldur þessari gríðarlegu fjölgun vopnaðra útkalla kemur ekki fram í skýrslunni. Komið hefur fram í fréttum að á árinu fékk sérsveitin fjórar nýjar bifreiðar til afnota, með hirslum fyrir skotvopn. Þær eru útbúnar að bandarískri fyrirmynd. Þá fékk sérsveitin nýja búninga á liðnu ári. Kvennablaðið sendir Dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn um aðrar mögulegar ástæður samhliða birtingu þessarar fréttar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283